Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 76 Verkefni: Hvaða eiturefni eru í sígarettum? Hugtök útskýrð: Vímuefni: Efni sem valda vímu einstaklinga, sum eru lögleg önnur ólögleg. Ávanabindandi: Þegar eitthvað er ávanabindandi er talað um hættuna á að venjast einhverju og geta ekki hætt þeim ávana. Óbeinar reykingar: Fólk sem umgengst annað fólk sem reykir en reykir ekki sjálft, verður fyrir áhrifum af efnunum sem geymast í tóbakinu og því talað um óbeinar reykingar. Ólöglegt: Það er eitthvað sem er andstætt lögum, eða stangast á við lög. Efni sem eru notuð án leyfis stjórnvalda til dæmis. Lyfseðill: Skrifleg fyrirmæli læknis að selja skuli manneskju tiltekið lyf. Misnota: Það er að nota eitthvað á rangan hátt eða á röngum forsendum. Fróðleikur fyrir kennarann: Það er auðveldara að verða sér út um vín, eiturlyf og læknadóp en að panta pítsu segir unga fólkið í dag. Þetta er því miður veruleiki ungmenna og því mikilvægt að taka þessa umræðu sem allra fyrst. Íslendingar eiga met í lyfjanotkun samkvæmt heimildum frá RÚV og deyja árlega á milli 30-40 manns úr notkun lyfja sem læknar hafa ávísað. Hér reynir á kennarann að útskýra fyrir nemendum að ef þeir taka lyf sem þeir fá frá öðrum en lækni þá er það misnotkun. Þó að sumir misnoti til að mynda ADHD lyf í sprautuformi, þá er þetta ekki sami raunveruleiki og að taka lyf að læknisráði við ADHD eða öðrum sjúkdómum. Sumt fólk þarf þessi lyf en síðan eru það þeir sem misnota þau sem eiga vandamálið. Umræðuefni: • Hvað er læknadóp? Hvers vegna er það kallað læknadóp? • Hvað getið þið gert ef ykkur er boðin tafla eða eitthvert efni til að taka inn? • Haldið þið að maður geti prófað einu sinni og svo aldrei aftur? • Getur fólk orðið háð lyfjum eins og þessum? Hvers vegna haldið þið að sé svona erfitt að hætta? • Hvers vegna haldið þið að læknar gefi fólki lyf? Hvað þýðir að misnota? Er það sama og að taka samkvæmt læknisráði? 111 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Nikótín: Mjög ávanabindandi, sterkasta fíkniefnið. Einn dropi drepur mús. Blásýra: Mjög eitruð við innöndun, í snertingu við húð og við inntöku. Arsenik: Eitrað við innöndun og inntöku. Úretan: Getur valdið krabbameini. Ammoníak: Eitrað við innöndun. Formaldehýð: Getur valdið krabbameini. Eitrað í snertingu við húð, við innöndun og inntöku. Getur valdið ofnæmi snertingu við húð. Pólóníum 210: Getur valdið krabbameini (geislavirkt efni). HVER ERU HELSTU EITUREFNI Í EINNI SÍGARETTU? - KENNARABLAD 112 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | HVER ERU HELSTU EITUREFNI Í EINNI SÍGARETTU?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=