Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 52 Kveikja: Skoðið vel fólkið á myndinni á bls. 48-49. Umræðuefni: • Hvers vegna haldið þið að það sé svona erfitt fyrir marga að biðja um hjálp? • Hvað gerið þið þegar þið upplifið svona sterkar tilfinningar? • Hvert er hægt að leita ef ykkur líður illa? Verkefni: Lausnabréfið: Verkefni: (a) Veljið ykkur eina manneskju á bls. 48 og 49 sem þið tengið mest við. Gefið henni nafn og ímyndið ykkur að hún sé vinkona/vinur ykkar. Skrifið viðkomandi fallegt bréf til hughreystingar. Gefið góð ráð og bendið henni á úrræði sem gæti virkað fyrir hana. Verkefni (b) Ímyndið ykkur atvik í ykkar lífi þar sem þið áttuð svona augnablik með neikvæðum hugsunum. Atvikið getur verið raunverulegt eða tilbúið. Kannski voru þið skilin út undan þegar þið voruð yngri og þið funduð til einmanaleika, eða voruð beitt ósanngirni og urðuð mjög reið. Teiknið ykkur í þeim aðstæðum. Skrifið niður öll þau uppörvandi orð sem ykkur dettur í hug til ykkar sjálfra. Ef þið hafið t.d. teiknað ykkur liggjandi uppi í rúmi í sorg, hvað mynduð þið setja á blaðið fyrir ofan ykkur? Áhugaverðir tenglar: PBS KIDS Talk About | FEELINGS & EMOTIONS! | PBS KIDS- Myndband á ensku um tilfinningar. https://www.youtube.com/watch?v=TGgC8i5dQHk&t=6s Hugtök útskýrð: Misheppnað: Eitthvað sem er túlkað sem ekki nógu vel heppnað. Neikvætt lýsingarorð notað um tilraunir og annað sem ekki heppnaðist vel. Tölum saman Markmið: Að nemendur átti sig á mikilvægi þess að deila áhyggjum og vandamálum með öðrum. Nemendur fá upplýsingar um að þau eru ekki ein og eru hvött til að tjá sig um vanlíðan. Fróðleikur fyrir kennarann: Við tjáum okkur á margan hátt. Til dæmis með líkamstjáningu. Oft reynist okkur erfitt að tjá okkur og þá sérstaklega um erfiðar tilfinningar sem við höfum. Til að traust myndist og rými til tjáningar er líkamstjáningin oft eitthvað sem þarf að skoða. Hafa opinn faðm er til dæmis merki fyrir þann sem líður ekki vel, að hann sé öruggur. Það er gott að einblína á rólegan andardrátt, augnsamband, samkennd og sýna kærleiksríkan stuðning án þess að grípa fram í eða að dæma einstaklinginn. Kveikja: Sjáið móður og barn á blaðsíðu 50. Móðirin er með opinn faðm.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=