Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 51 Verkefni: Hugleiðsla. Nemendur liggja kyrrir í nokkrar mínútur og einbeita sé að öndun. Því næst bíður hvert og eitt eftir að fyrsta hugsun komi upp. Ef hún er neikvæð eða full af ótta, þá setur hann þær inn í ímyndaðar blöðrur og hleypir henni upp í skýin. Áhugaverðir tenglar: Kvíði – myndband á íslensku https://www.youtube.com/watch?v=uDkE4YtTtUc&t=83s&ab_channel=Vertu%C3%BEinnbestivinur Áttavitinn – Hvað er kvíði? https://attavitinn.is/heilsa/hvad-er-kvidi-kvidaroskun/ Almennt um kvíða frá Kvíðameðferðstöðunni https://kms.is/almennt-um-kvidha/ Hugtök útskýrð: Eirðarleysi: Órói, óelja – að hafa ekki eirð í sér til að vera kyrr eða einbeita sér. Einbeitingarskortur: Að skorta vilja eða getu til að einbeita sér. Einkenni: Getur verið til þess að merkja eitthvað – að greina í sundur með einkennum, sérkennum. Gagnleg: Eitthvað sem er nytsamlegt eða gott fyrir aðstæður. Að fá hjálp Markmið: Að nemendur geri sér grein fyrir að það er til lausn við andlegum kvillum og það er ekki veikleiki að biðja um hjálp. Eins fá nemendur innsýn inn í hugarheim annarra og upplifa sig þá síður ein með svipaðar hugsanir. Fróðleikur fyrir kennarann: Tíðni sjálfsvíga hefur stóraukist hjá ungu fólki og mikilvægt að vera vakandi fyrir öllum einkennum. Kvíði barna og ungmenna hefur ekki farið fram hjá mörgum síðastliðin ár og virðast flestar tölur benda til aukinnar vanlíðunar hjá börnum og ungmennum. Vandinn er margþættur og flókinn en það eru til margskonar lausnir. Að fá hjálp og að biðja um hjálp er fyrsta skrefið. Börn í vanlíðan loka sig gjarnan af, eða flýja aðstæður annað og biðja þar af leiðandi ekki um hjálp. Mikilvægt er að kynna fyrir nemendum að þau eru ekki ein, það er allskonar hjálp í boði og það er alltaf von. Fyrsta skrefið er að biðja um hjálp. Það getur stundum verið erfitt þar sem í áraraðir hefur fólk haldið að það sé merki um veikleika. En sem betur fer vitum við betur í dag. Segið þið stundum „allt fínt“ þegar þið eruð spurð hvernig þið hafið það? Hafið þið allt fínt? Hafið þið heyrt fólk svara: ég hef það mjög slæmt, ég hugsa mjög neikvætt um mig? Er okkur, sem samfélagi, ef til vill kennt að vera brosandi og glöð og ekki gráta of hátt eða of mikið? Við vitum núna að allar tilfinningar eiga rétt á sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=