Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 59 Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: • Tjáning og miðlun • Nemendur geta tjáð hugsanir sínar og tilfinningar skipulega og á viðeigandi hátt með ýmsum miðlum. ◦ Nafnlausi kassinn ◦ Fréttablaðið ◦ Allir líkamar eru jafngildir • Nemendur geta hlustað eftir rökum og upplýsingum í samræðum og byggt upp röksemdafærslu í máli sínu og tekið tillit til ólíkra sjónarmiða. • Nemendur geta tekið mið af og lagað framsetningu að kröfum eða þörfum viðmælenda og notað viðeigandi hugtök og orðaforða sem tengist umfjöllunarefni hverju sinni. Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur búa til kynningu, veggspjald, þátt eða netkynningu (verkefni 6 bls. 77). ◦ Nýting miðla ◦ Nemendur nýta vefslóðir til að fræðast t.d. heimasíðu Samtakanna ‘78 og vefsíðu Hinsegin frá Ö-A. ◦ Átröskun Grunnþættir efldir í kaflanum: Læsi • Nemendur fræðast um klám og hvernig það getur verið brenglað kynfræðsluefni. Læra að leita sér upplýsinga og fræðslu sem er hentugri. • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. ◦ Konur í auglýsingum ◦ Fréttablaðið • Nemendur læra að skilja að framsetningarmáti og efnisval í miðlum hafi áhrif á sjálfsmynd fólks og hugmyndir þess um veruleikann. Heilbrigði og velferð • Kynþroskinn er sérstakur tími sem hefur mikil áhrif. Nemendur læra um breytingar sem verða á líkamanum og hvernig þær hafa áhrif á líðan. Nemendur fræðast um líkamsvirðingu. ◦ Disney-veldið Jafnrétti • Nemendur læra um minnihlutahópa, og læra um kyntjáningu, kynhneigð og kynrænt sjálfstæði. ◦ Fordómar um kynhneigð Lýðræði og mannréttindi • Nemendur læra um samskiptamiðla, persónuvernd og virðingu í sambandi við kynlíf. ◦ Kynjatákn ◦ Fordómar um kynhneigð Sköpun • Nemendur nýta sköpunarkraft sinn í ýmsum verkefnum. ◦ Kynhyrningur ◦ Fréttablaðið ◦ Hoppað yfir kynjamörk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=