Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 5 Markhópur Námsefnið er hugsað fyrir nemendur á miðstigi. Verkefnin í bókinni og í kennsluleiðbeiningum er hægt að vinna annaðhvort sem einstaklingsverkefni, hópverkefni eða með bekknum í heild. Hæfniviðmið Ég og sjálfsmyndin fellur vel að hæfniviðmiðum í samfélags- og náttúrugreinum við lok 7. bekkjar. Námsefnið styður að auki við þverfaglega kennslu og má finna marga fleti á samþættingu svo sem með listgreinum, upplýsinga- og tæknimennt. Í upphafi hvers kafla er tengt í hæfniviðmið sem unnið er með og það á einnig við um lykilhæfni sem tengd er við ákveðin verkefni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=