Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 7 Grunnþættir efldir í kaflanum Læsi • Unnið er með orðaforða nemanda í lestri og töluðu máli. • Kennari og nemendur fara í gegnum útskýringar á hugtökum. • Fjölmiðlarýni og samfélagsmiðlar • Nemendur læra að þekkja eigin tilfinningar, þekkja sínar sterku og veiku hliðar og öðlast trú á eigin getu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni daglegs lífs. Heilbrigði og velferð • Fjallað er um leiðir til að efla vellíðan nemenda. • Nemendum er gefið rými til vaxtar með umræðum og spurningum sem tengjast bættri líðan. • Rætt er um mikilvægi jákvæðra hugsana í eigin garð og nemandanum eru gefnar mikilvægar upplýsingar til að bæta líðan sína. Jafnrétti • að koma jafnt fram við alla • að koma fram af virðingu við alla • við höfum öll tilfinningar og okkur má líða allavega Sköpun • Nemendur teikna sjálfsmynd. • Nemendur vinna veggspjald líkt og sjá má á bls. 13. Til athugunar: Mikilvægt er að vinna með efni bókarinnar af vandvirkni og gefa nemendum færi á að tala um tilfinningar og líðan. Þá er átt við að leggja minni áherslu á þekkingaratriði, staðhæfingar og staðreyndir. Skapa þannig flæði milli kennara og nemenda með reynslusögum, hugmyndum og frjórri hugsun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=