Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 77 Ofbeldi Markmið: Að nemendur þekki vel hugtakið ofbeldi ásamt því að vita hvert skal leita ef þeir verða vitni að því eða eru þolendur ofbeldis. Fróðleikur fyrir kennarann: Hér reynir á að kennarinn sýni aðgát í svo viðkvæmu málefnum sem þessum. Heimilisofbeldi þekkist víða. Talið er að um helmingur allra tilkynntra ofbeldisbrota séu heimilisofbeldi. Yfir tvö hundruð manns fara daglega á vefgátt Neyðarlínunnar vegna ofbeldis. Stöðugt fjölgar tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu sem og tilkynningum til barnaverndar. Kveikja: Lesið vel textann á blaðsíðu 82 og skoðið myndirnar. Umræður • Þið sjáið feitletruðu orðin. Þetta eru mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Hvaða birtingamyndir hefur ofbeldi? • Hvert getur þú leitað ef þú verður fyrir ofbeldi? Verkefni: Að skoða hina ýmsu birtingarmyndir ofbeldis. • Andlegt ofbeldi: Andlegt ofbeldi er notað til að brjóta manneskju markvisst niður og höggva í sjálfsmynd og sjálfsvirðingu. Það er meðal annars gert með því að hóta, niðurlægja, barngera, einangra og ráðast að viðkomandi með orðum. • Líkamlegt ofbeldi: Líkamlegt ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi, hvort sem líkamlegur skaði hlýst af eða ekki. Dæmi um líkamlegt ofbeldi er að kýla, kyrkja, sparka, klóra, bíta, toga í hár. • Kynferðislegt ofbeldi: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu hans og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. • Heimilisofbeldi: Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt og stafrænt auk ýmis konar hegðunar sem felur í sér ógn, hótun, stjórnun og/eða þvinganir og er falið inn á heimilinu. Verkefni: Nemendur kynna sér þessi hugtök og skoða muninn. Nemendum er skipt í hópa. Hver hópur fær eitt hugtak: andlegt, líkamlegt, kynferðislegt eða heimilisofbeldi eða götuofbeldi. Þau kynna sér hvað fellur undir viðkomandi hugtak, skrá niður lykilhugtök og megininntak. Eftir það geta þau æft leikþátt út frá hugtakinu. Dæmi: Hópur 1 fær heimilisofbeldi og að sýna leikþátt um heimilisofbeldi án þess að segja orðið heimilisofbeldi. Áhorfendur sitja hjá og fylgjast með og reyna finna út úr því hvers konar ofbeldi átti sér stað út frá hugtökunum að ofan. Kveikja: Sjáið þið myndina á blaðsíðu 80, þar sem móðir virðist vera að slá barnið sitt með belti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=