Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 13 Umræðuefni: • Af hverju gagnrýnum við aðra? • Hvernig heldur þú að stelpunni sem gagnrýnir líði? En þeirri sem verður fyrir athugasemdinni? • Önnur stúlkan er í hlutverki gagnrýnandans og hin í hlutverki þolandans. Getum við sem þolendur gert eitthvað til að stoppa þann sem segir svona við okkur? • Hvernig getum við hjálpað stúlkunni sem fær gagnrýnina ef við heyrum til? • Hennar fyrstu viðbrögð eru „ha“. Hugsaðu þér að þú gætir hvíslað að henni ráði eða hugmynd áður en hún svaraði. Hvert myndi ráðið/hugmyndin vera? Hvers vegna? • Sumir segja mjög ljót orð við aðra krakka bæði beint við þau og einnig á netinu. Hvað finnst ykkur um að einn eða fleiri niðurlægi aðra krakka t.d. með því að segja að þau séu feit, ljót, ömurleg, menguð, glötuð og annað sem niðurlægir. Hugtök: Hugleiða: Íhuga eitthvað eða velta einhverju fyrir sér. Gagnrýni: Þegar einhver segir kosti og galla einhvers. Að eiga eitthvað skilið: Að hafa unnið sér eitthvað til tekna eða fá eitthvað verðskuldað. Að vera hvetjandi: Einhver sem hælir og hrósar öðrum og hvetur aðra til að gera sitt besta. Jákvætt og neikvætt sjálfstal Markmið: nemendur sjá muninn á neikvæðu og jákvæðu sjálfstali á myndrænan hátt og efla þannig vitneskju sína um hvers vegna það er gott að velja jákvætt sjálfstal sem oftast. Fróðleikur fyrir kennarann Jákvætt sjálfstal er í raun hugsanamynstur sem við þjálfum upp og getum notað þær hugsanir til að bæta líðan. Að tala fallega um sjálfa/n sig, hvort sem það er upphátt eða við aðra, getur haft mjög jákvæð áhrif. Sumir nota neikvætt sjálfstal mikið í lífi sínu og draga þannig úr getu og hæfni sem hefur áhrif á líðan. Neikvætt sjálfstal getur leitt til kvíða og þunglyndis og markvissar æfingar í að byggja upp jákvætt sjálfstal getur skipt sköpum fyrir nemendur með efasemdir um sjálfa sig. Kveikja: Skoðið skýin á blaðsíðu 10 og 11. Umræðupunktar: • Þekkið þið þessar hugsanir sem þið sjáið á myndinni í skýjunum? • Skoðið drenginn sem hugsar: „Af hverju ætli einhver vilji vera vinur minn?“ Hvernig haldið þið að hann hugsi um sjálfan sig? • Hvernig væri hægt að hjálpa honum að breyta neikvæðu sjálfstali yfir í jákvætt? • Hafið þið svona rödd innra með ykkur sem segir ykkur að þið séuð ekki nóg? • Hvað getum við gert við þessar rödd, ef hún kemur? • Nefnið 3 eiginleika í fari ykkar sem þið eruð ánægð með. Sumum finnst erfitt að finna eitthvað jákvætt en geta talið endalaust upp eitthvað neikvætt. • Erum við montin ef við sjáum það fallega í okkur, eða erum ánægð þegar okkur gengur vel? Hvers vegna/hvers vegna ekki? • Hvort haldið þið að við tölum oftar jákvætt eða neikvætt til okkar sjálfs? Hvers vegna? • Haldið þið að jákvætt sjálfstal hjálpi okkur að leysa verkefni? En neikvætt? Hvers vegna?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=