Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 45 ANDLEG LÍDAN Bls. 44-59 Í kaflanum lærum við að: • geðheilsu okkar þarf að rækta eins vel og líkamlega heilsu. • geðorðin 10 leggja línur að góðri geðheilsu. • einkenni kvíða eru margskonar og bjargráð til að hjálpa eru til. • mikilvægt er að geta talað um líðan sína og vita hvert hægt er að leita eftir hjálp ef þarf. Um kaflann Kaflinn snýst um andlega líðan. Hann kemur inn á hvernig við getum hjálpað hvert öðru að líða betur með því að opna á líðanina og þiggja hjálp ef andleg líðan er ekki góð. Kaflinn fjallar líka um jákvæða sálfræði og gefur nemendum nokkur tæki og tól til að nýta ef á móti blæs í lífinu. Tengsl kaflans við hæfniviðmið heimilisfræði: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengsl þeirra við heilsufar. Tengsl kaflans við hæfniviðmið íslensku: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • skrifað einfalda texta sem tengjast daglegum athöfnum, persónulegum högum, líðan, áhugamálum og viðhorfum með stuðningi hjálpargagna. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á, áhrifum þeirra á hugsun og hegðun. • tileinkað sér heilbrigða og holla lífshætti. • metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur læra að nota jákvæðar hugsanir bls. 56. ◦ Jákvæði bekkjar-regnboginn ◦ Jákvæði Kassinn ◦ Að hafa áhrif á skólabrag Tjáning og miðlun • Nemendur læra um mikilvægi þess að hlusta á aðra. • Nemendur eru hvattir til að tjá sig ef eitthvað amar að og leita sér hjálpar. ◦ Áhyggjuhugsana hringur ◦ Að sleppa tökunum ◦ Nýting miðla • Nemendum er bent á hvert þeir geta leitað þegar andlegri líðan er ábótavant. ◦ Geðorðin 10 ◦ Geðheilsa mín ◦ Geðorðin 10 ◦ Deilihringurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=