Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 85 Umræður: Sumir hafa markmið í lífinu en aðrir hafa ekki ákveðið sín markmið. Það er líka allt í lagi. Markmið þurfa að vera sjálfsprottin og áhuginn þarf að vera fyrir hendi. Að geta farið handahlaup gagnast engum ef hann æfir sig ekki og hefur ekki áhuga. Þess vegna eru markmið einstaklingsbundin. • Hversu mikilvægt er að setja sér markmið? • Er nóg að hugsa um markmiðin eða þarf að skrifa þau niður? • Hafið þið sett ykkur markmið? Að geta farið handahlaup eftir sumarið, er það markmið? Eða að vinna skákmót skólans? Er nóg að setja markmið eins og að geta farið handahlaup og sleppa því að æfa sig? • Hafið þið sett ykkur markmið og ekki náð þeim? Hvernig leið ykkur þá? • Hvað þýðir að setja sér raunhæf markmið? • Er eitthvert markmið sem þú átt erfitt með að ná en vinur þinn er búin að ná? Ef svo er, hvernig líður þér með það? • Hefur þú sett þér markmið sem þig langaði ekki til að ná? Til dæmis taka til í herberginu þínu? Hvernig gekk það? • Hvernig væri best að setja sér markmið? Hvað gerist ef við náum ekki markmiðum okkar? Gætum við þurft að hugsa markmiðin þá smærri? Hvaða hugsanir haldið þið að komi upp ef við náum ekki markmiðum okkar? Finnst okkur við vera ekki nógu góð? Hvaða hugsanir koma þegar við náum markmiðum okkar? Verkefni: Markmiðin mín Dæmisaga Andreu langaði svo að skora 5 mörk í leiknum á laugardaginn. Hún var búin að hugsa um það í margar vikur að ná metinu sínu. Hún hafði áður skorað 4 mörk í einum leik. Hún passaði að borða vel fyrir leikinn og æfa sig alla vikuna. Andrea mætti í leikinn en skoraði ekkert mark. Hún varð mjög svekkt og hugsanir eins og „mig langar að hætta í fótbolta“, „ég verð aldrei nógu góð eins og hinar“, „ég þoli ekki fótbolta“, skutu upp kollinum hjá henni. Umræður: • Hvað gætum við sagt við hana út frá þeirri þekkingu sem við vitum um markmiðssetningu? • En hvað gætum við deilt með henni um jákvætt og neikvætt sjálfstal? • Hvaða ráð getum við komið með handa henni? 114 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | MARKMIDIN MÍN Dagsetning Hvenær lýkur markmiðssetningunni? Hvers vegna langar mig að ná markmiðunum? Hvað gæti staðið í vegi fyrir því? Markmið Skrefin að markmiðum 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=