Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 31 Umræðuefni: • Hvað er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? • Hafið þið lesið yfir sáttmálann? Hvað stendur þar? • Haldið þið að við fylgjum þessari grein Barnasáttmálans sem talað er um í bókinni bls. 28? • Hafið þið „brotið“ þessa grein? • Hvað þýðir að koma fram við barn af óréttlæti? Fróðleikur – Hvað er fötlun Skoðum minnihlutahóp eins og til dæmis fólk með fötlun. Fyrst þarf að útskýra hvað fötlun er, að hún sé mismunandi og þá sérstaklega félagsleg sýn á fötlun. Fötlun er skilgreind sem: skerðingar, mismunandi líkamar, ólíkur þroski og geta fólks, þá samanborinn við það sem viðmið samfélagsins segja til um (það sem telst venjulegt). Það eru fjölmargar útgáfur af fötlun, eða réttara sagt alls konar hópar sem falla undir það hugtak. En það er alltaf val einstaklingsins að ákveða hvort hann vilji kalla sjálfan sig fatlaðan. Sumir sem eru heyrnarlausir vilja t.d. ekki telja sig til fatlaða. Áhugaverðir tenglar Til þess að hjálpa nemendum að setja sig í spor fólks með fötlun og skilja hvernig samfélagið byggist fyrst og fremst upp fyrir ófatlað fólk er gott að horfa á þetta myndband: Ófatlað fólk í heimi fatlaðra: Myndband án orða https://www.youtube.com/watch?v=wzRQOfVvVh4&ab_channel=PeterDowns Í kjölfarið geta nemendur rætt hvernig það væri að búa í heimi sem er byggt fyrir fólk með fötlun en ekki ófatlað. Hvort hægt sé að gera betur í samfélaginu okkar til þess að það sé fyrir alla. Always like a girl: Myndband á ensku um staðalmyndir á stelpum https://www.youtube.com/watch?v=XjJQBjWYDTs&ab_channel=Always Hvaða fyrir fram hugmyndir hefur fólk þegar talað er um að kasta eins og stelpa? Eða að hlaupa eins og stelpa? Notum við sömu staðlaðar hugmyndir um aðra hluti? Fróðleikur – Jafnrétti og mismunun kynja. Í umræðum um jafnrétti og mismunun getur það gerst að drengjum finnst að þeim vegið. Þeir upplifa gjarnan að það sé verið að skella á þá sök, eða skammast. Mikilvægt er að taka fram að við séum öll í sama liði þegar kemur að umræðum um misjöfn réttindi kvenna og karla, drengja og stúlkna. Kennsla um jafnrétti má ekki snúast aðeins um kyn og á hvaða sviðum þau eru ójöfn. Mikilvægt er að finna líka fróðleik um hvað hefur áunnist og vinna með það. Einnig er hægt að minnast líka á ójafnan rétt t.d. feðra til að nemendur skilji að þetta sé alls ekki árás á annað hvort kynið. Með þetta í huga er jafnframt mjög mikilvægt að nemendur skoði hugtakið „feminismi“, og hvað það er að vera jöfn. Það má aldrei hætta baráttu fyrir jafnrétti þó svo að mikið hafi áunnist síðastliðin ár. Verkefni: Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Skoðið Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Veljið ykkur eina grein í honum og gerið rafræna kynningu um þá grein. Fyrir hvað stendur hún?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=