Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 83 Verkefni: Hvað langar mig að verða? Dæmi sett inn í efstu blöðru: Smiður Hvers vegna langar mig að velja það? Dæmi: því ég elska að smíða. Hvernig kemst ég nær markmiðum mínum? Dæmi: æfa mig að smíða með bróður mínum. Undirmarkmið: 1. spyrja hann oftar hvort ég megi smíða með honum. 2. skoða með honum Youtube myndbönd um smíðar. Umræðuefni: • Hvað viljið þið verða þegar þið verðið fullorðin? Athugið að það þarf ekki endilega að verða eitthvað eitt, margir fullorðnir fást við mismunandi hluti. • Má maður hafa marga drauma og margar vangaveltur? Hvenær er maður orðinn stór? • Getur maður skipt um skoðun um það hvað maður vill verða? • Haldið þið að foreldrar ykkar og ömmur og afar hafi valið starf út frá styrkleikum og áhuga? • Hafið þið spurt þau af hverju þau völdu starfið sem þau starfa í (ef þau starfa á vinnumarkaði). • Hversu mikilvægt er að velja starf sem vekur áhuga? Hvers vegna? • Hvernig haldið þið að það sé að vinna í vinnu sem þið hafið engan áhuga á, í 30 ár? • Hvernig getið þið fundið út hvað þið viljið gera í framtíðinni? Haldið þið að það breytist? Kveikja: Skoðið myndina á blaðsíðu 86 – snúningshjólið. Umræður • Þekkið þið öll þessi störf? • Hvaða störf vilduð þið sjá fleiri á snúningshjólinu? Getið þið bætt við listann? • Vitið þið hvað felst í að vera bakari? • Gerir bakari eitthvað annað en að baka? Verkefni: Snúningshjólið: Veljið ykkur eitt starf úr snúningshjólinu og kynnið ykkur það vel. Spurningar að leiðarljósi: • Hvernig er vinnutíminn? • Hvernig nám þarf viðkomandi að fara í? • Hvaða styrkleika þarf manneskja að hafa í þessu starfi? • Er þetta erfitt líkamlega? • En andlega? • Er mikið stress sem fylgir þessu starfi? • Hvað gerir sá sem er í þessu starfi dagsdaglega? • Hvað annað sem þið funduð út. Skráið niður og kynnið fyrir bekknum í frjálsu formi. 113 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | Hvernig kemst ég nær markmiðum mínum? Hvers vegna langar mig að velja það? HVAD VILTU VERDA?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=