Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 20 Verkefni: Stuttmynd – vinátta Nemendur vinna saman í hóp og afla sér heimilda um sanna vináttu. Hvað er sönn vinátta? Hvernig lýsið þið góðum vini? Kemur sannur vinur manni til hjálpar? Segir sannur vinur leyndarmál upphátt? Nemendur skrifa nokkrar setningar um hvað einkennir sanna/góða vináttu á blað eftir að hafa kannað hugtakið sannur vinur á netinu. Því næst vinna þeir að því að búa til stuttmynd um vináttu með yfirskriftinni: Hvað er sannur vinur? Börnin vinna saman handrit og í litlum hópum. Setja upp leikþátt/stuttmynd um sanna vináttu og aðstæður þar sem sönn vinátta skiptir máli. Verkefni: Fjölskyldugerðir. Skoðið blaðsíðu 16. Þar má sjá mismunandi fjölskyldugerðir víðs vegar á blaðsíðunni. Sjá má tvo pabba, tvær mömmur, eina mömmu og fleira. Getið þið talið upp þær fjölskyldugerðir sem þið þekkið? Er einhver fjölskyldugerð sem er ekki leyfileg? Nemendur vinna veggspjald í hóp. Valin er ein fjölskyldugerð fyrir hvern hóp – eða nemendur velja sjálfir hvernig þeir vilja setja saman eina fjölskyldu. Teiknuð mynd eða klippt út, persónum gefin nöfn, aldur, starfsheiti og heimilisfang og land sem þau búa í. Þau gætu líka átt gæludýr sem geta verið með. Yfirskriftin gæti verið: Ólíkar fjölskyldugerðir. Hugtök: Fjölbreyttar fjölskyldugerðir: Fjölskyldur geta verið allskonar. Eitt foreldri, tvö eða fleiri, börn sem eiga sömu eða sitt hvora foreldra, foreldrar sem eru gagnkynhneigðir, samkynhneigðir eða eitthvað allt annað og svo framvegis. Félagsmótun: Við erum öll mótuð af því samfélagi sem við búum í. Við lærum af öðrum, til dæmis hvernig á að haga sér, hvað má og hvað ekki og margt fleira. Að spjara sig: Að bjarga sér Áhugaverðir tenglar Ólíkar fjölskyldugerðir https://www.mcc.is/is/family/family-types/ Tegundir fjölskyldna sem eru til og einkenni þeirra. https://is.nsp-ie.org/0d-tipos-de-familia-que-existen-y-sus-caracteristicas-46c0d0-2a2a6c6 Hvað er sannur vinur? Viðtöl við unga krakka um vináttu. https://www.youtube.com/watch?v=d9HH3pTmHz8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=