Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 34 Umræður • Hvers vegna haldið þið að það sé auðveldara að segja ljót orð á internetinu en í raunheimum? • Ef öllu því sem við skrifum á netinu væri safnað saman í banka og svo yrði foreldrum sýnt það í lok hverrar viku, haldið þið að þið mynduð gera og segja allt það sem þið segið/skrifið á netinu? • Hvernig getum við tekið ábyrgð á hegðun okkar og stoppað neteinelti? • Gæti verið góð regla að hugsa sem svo að allt sem við setjum á netið, geymist? • Myndi það stoppa okkur af í að setja fram allt það sem við setjum fram? • Haldið þið að börn geri sér grein fyrir skaðanum sem neteinelti getur haft? • Hver er munurinn á neteinelti og einelti í raunheimum? • Geta krakkar sem eru lagðir í einelti í skólanum, fengið öruggt skjól annars staðar? • En þeir sem verða fyrir neteinelti? Hvar geta þeir verið í skjóli? Kveikja: Skoðið netorðin fimm á blaðsíðu 31. Umræðuefni: • Af hverju haldið þið að það hafi verið búin til netorð til að fara eftir? • Eru til reglur á samfélagsmiðlum? Hvað má og hvað má ekki? • Ertu til lög varðandi hegðun á internetinu? • Gæti maður farið í fangelsi eða þurft að borga sekt fyrir að gera eitthvað sem ekki má á internetinu? Verkefni: Netorðin 5: Nemendum er skipt í 5 hópa og hver hópur fær eina „reglu“ úr netorðunum fimm. Nemendur fá frjálsar hendur um það hvernig þeir vilja miðla þessari setningu áfram. Í gegnum leikrit, veggspjöld, bækling, stuttmynd, auglýsingu. Útgangspunkturinn er setningin sjálf og verkefnið snýst um að fá þau til að koma því til skila til annarra með frjálsri útkomu. Áhugaverðir tenglar: Neteinelti.is – stutt fræðslumynd á íslensku https://www.youtube.com/watch?v=depcIkO3Mjg&ab_channel=Neteinelti Cyber-bullying Facts – Top 10 Forms of Cyber Bullying: Myndband á ensku https://www.youtube.com/watch?v=0Xo8N9qlJtk&ab_channel=Kaspersky Saft – Netöryggi þar sem finna má mikið af verkefnum sem tengjast netinu. https://www.saft.is/ Saga Emmu um neteinelti – Myndband á ensku um neteinelti. https://www.youtube.com/watch?v=MWdH8iSAP7k&list=RDLVMWdH8iSAP7k&start_radio=1&t=4s Hugtök útskýrð: Hugrekki: Að hafa kjark til að framkvæma eitthvað. Árásarhneigð: Þeir sem bregðast við með því að ráðast á aðra. Nafnleysi: Að vilja ekki segja hvað maður heitir og segja skoðun sína án þess að þekkjast. Eftirlit: Þegar fylgst er með einhverju til dæmis netnotkun. Raunheimar: Í raunveruleikanum en ekki bak við tölvuskjá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=