Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 39 Áhugaverðir tenglar: Wellbeing for Children: Healthy Habits – Myndband á ensku https://www.youtube.com/watch?v=dhpCdqOtuj0&ab_channel=ClickView What If We Stop Brushing Teeth? | Why Do We BRUSH TEETH? Myndband á ensku um mikilvægi tannhirðu. https://www.youtube.com/watch?v=XbxsdbisXzU Hugtök Heilbrigði: Að líða vel líkamlega og andlega og vera laus við sjúkdóma. Lífsstíll: Hvernig fólk velur að haga lífi sínu hvaða lífsvenjur það vill hafa. Dýraafurðir: Matur sem er unninn úr dýrum og því sem þau gefa af sér t.d. kjöt, fiskur, egg, ostur. Úthvíld: Að hafa sofið nógu mikið til að fólki líði vel. Að gæta hófs: Að passa að gera ekki of mikið af einhverju t.d. borða passlega, drekka ekki of mikið af gosi, eða annað. Grænkerar og hreyfing Markmið: Að nemendur átti sig á hugtakinu grænkeri og fræðist um skaðsemi orkudrykkja. Fróðleikur fyrir kennarann: Mikið af upplýsingum eru á veraldarvefnum um grænkera og kjötætur. Til eru mjög öfgafullar umræður um þessa tvo aðskildu hópa og þá getur verið erfitt að mynda sér skoðun. Grænkerar halda fram staðhæfingum um hollustu þeirra fæðis á meðan þeir sem borða kjöt telja það ofurfæðu. Þarna reynir á gagnrýna hugsun. Hvað hentar einum þarf ekki endilega að hentað öðrum. Það að skilja sjónarmið annarra er lykill í þessari umræðu. • Eru grænkerar í þinni fjölskyldu? • Hefur þú prófað að borða grænkerafæði? • Hvers vegna velur fólk að borða grænkerafæði? • Hvað er hreint fæði? Kveikja: What Do Energy Drinks Do To Your Body? – Myndband á ensku um orkudrykki https://www.youtube.com/watch?v=iRExXJs8ZfE&ab_channel=NationalScienceTeaching Association Umræðuefni: • Vatn er hollasti drykkurinn. Hversu mörg glös á dag drekki þið? • Hvað er talið að sé nægjanlegt magn af vatni á dag? (Mælt er með 1,5-2 lítrum á dag.) • Hvað er líkami okkar að stórum hluta vatn? (um 60%) • Hvaða drykkur er vinsælastur í ykkar bekk? Gerið könnun á því og jafnvel súlurit. • Hvaða efni eru í orkudrykkjum? Skoðið nokkrar umbúðir og lesið innihaldslýsingu. • Hafið þið smakkað orkudrykk? Hvernig leið ykkur eftir að hafa drukkið hann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=