Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 80 HVERT STEFNI ÉG? Bls. 86–93 Í kaflanum lærum við að: • setja okkur markmið og skrá þau og flokka sem skammtíma- eða langtímamarkmið. • þekkja styrkleika okkar og nota þá. • menntun er mikilvæg og við getum bæði lært í skólum og í lífinu sjálfu. Um kaflann Kaflinn kafar ofan í markmiðavinnu. Farið er ofan í saumana á mikilvægi markmiðasetningar, að nemandinn geti hugsað um hvert hann stefni í menntun og í lífinu sjálfu. Tengsl kaflans við hæfniviðmið samfélagsgreina: Við lok 7. bekkjar getur nemandi: • gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og rætt þýðingu þess. • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum. • sett sér markmið og gert áætlanir við fjölbreytt viðfangsefni. Tengsl kaflans við lykilhæfni aðalnámskrár: Skapandi og gagnrýnin hugsun • Nemendur geta skilgreint viðmið um árangur, þeir læra í kaflanum um lífið, markmiða- setningu og hvernig þeir geta nýtt verkfærin til frekari menntunar eða starfshátta. • Nemendur læra að það er í lagi að gera mistök, mistök eru til að læra af þeim. ◦ Æfum okkur í að mistakast ◦ Markmiðin mín ◦ Áhugasvið Tjáning og miðlun • Nemendur þurfa að hlusta eftir rökum og upplýsingum í samræðum taka tillit til ólíkra sjónarmiða. Sjálfstæði og samvinna • Nemendur geta gert sér grein fyrir styrkleikum sínum með það að markmiði að efla og byggja upp sjálfsmynd sína. ◦ Áhugasvið • Nemendur geta unnið með öðrum og lagt sitt af mörkum í samstarfi sem tengist námi og félagsstarfi innan skóla. • Nemendur gera sér grein fyrir eigin hlutverki í samstarfi og tekið þátt í að útfæra leiðir að sameiginlegum markmiðum. • Nemendur geta tekið leiðsögn og uppbyggilegri gagnrýni á jákvæðan hátt. Ábyrgð og mat á eigin námi • Nemendur gera sér grein fyrir styrkleikum sínum og hvernig þeir geta nýtt sér það í námi, sett sér markmið í námi og unnið eftir þeim markmiðum. ◦ Markmiðin mín ◦ Áhugasvið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=