Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 47 Andleg líðan og geðorðin tíu Markmið: Að nemendur átti sig á hvað góð geðheilsa er, kannist við geðorðin tíu og geti tileinkað sér þau. Fróðleikur fyrir kennarann: Geðheilsa okkar snýst mikið um hvernig við metum okkur sjálf, hvaða viðhorf við höfum almennt til lífsins og hvernig samskipti við eigum við fólkið í kringum okkur. Geðheilsa getur líka verið hvernig við bregðumst við álagi, hvaða áföll liggja að baki úr æsku og hvernig tengsl okkar eru við annað fólk. Hvaða ákvarðanir við tökum í gegnum lífið hefur einnig mikið að segja um hvernig okkur líður. Góð geðheilsa er í raun það að vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, upplifa einhverskonar jafnvægi, finna fyrir öryggi og ánægju í lífi og starfi og hafa getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum. Geðheilsan raskast gjarnan á einhverjum tímabilum í lífi okkar og af einhverjum ástæðum getur það valdið því að við verðum viðkvæm fyrir eðlilegu áreiti, pirruð og líður illa. Það getur síðan leitt til samskiptavanda við fólkið í kringum okkur, s.s. fjölskyldu, vini, kennara, skólafélaga og fleiri. Hegðun okkar og framkoma getur orðið þannig að annað fólk skilur okkur ekki. Mikilvægt er að vera meðvituð um geðheilsu okkar og öll þau bjargráð sem við kunnum að þurfa nota til að bæta geðheilsuna. Kveikja: Geðorðin 10 á blaðsíðu 45. Umræðuefni: • Hvað er geðheilsa? • Hvaða geðorð haldið þið að henti best að nota þegar ykkur líður illa? • Hvort eruð þið oftar í jafnvægi og í góðum samskiptum við vini og fjölskyldu, eða í neikvæðum samskiptum og í ójafnvægi? • Á manni alltaf að líða vel? Er eðlilegt að líða stundum illa og hafa stundum fullt af neikvæðum tilfinningum? • Hvað gerið þið sjálf þegar þið finnið að þið eruð í ójafnvægi? Getið þið deilt því með okkur? 101 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | AD LÍDA VEL Í EIGIN LÍKAMA Góð líkamleg heilsa. Góð andleg heilsa. Notið þetta Venn-kort til að bera saman góða líkamlega og andlega heilsu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=