Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 78 Umræðuefni: • Hafið þið orðið vitni að ofbeldi? Hvar var það? • Hvernig er best að lýsa andlegu ofbeldi? • En hvernig lýsum við líkamlegu ofbeldi? • Sum börn búa við heimilisofbeldi. Það er mikilvægt að segja frá ef einhver verður fyrir ofbeldi. Það er engin skömm að segja frá. Við hvern væri best að tala um ofbeldi ef þú býrð við það eða þekkir einhvern sem býr við ofbeldi? • Hvenær verður rifrildi að heimilisofbeldi? • Hvernig veit maður hvort þú býrð við heimilisofbeldi eða einhver sem þú þekkir? Áhugaverðir tenglar: 112.is https://www.112.is/ofbeldi Heilsuvera https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/tegundir-ofbeldis/heimilisofbeldi/ Myndband um heimilisofbeldi https://www.logreglan.is/fraedsla/ofbeldi/heimilisofbeldi/ Skilgreining Kvennaathvarfsins á heimilisofbeldi https://www.kvennaathvarf.is/ur-moppum/ Hópþrýstingur Markmið: Að nemendur sjái ávinninginn af því að þjálfa staðfestu og að standa með sjálfum sér. Fróðleikur fyrir kennarann: Hópþrýstingur er algengur á miðstigi. Nemendur eru oft með lélega sjálfsmynd, þora ekki að standa með sjálfum sér og gera þess vegna hluti sem þeir vilja í raun ekki. Að efla nemendur í að standa með sér og æfa „nei-ið“ er árangursríkt. Hópþrýstingur er dæmi um mjög öflugt afl, því það getur verið erfitt að synda á móti straumnum. Hópþrýstingur snýst ekki bara um áfengi og reykingar eða brjóta lög, hann getur birst í allskonar myndum og það er erfitt að uppræta hann til fulls. Kveikja: Stattu með þér! Heimildarmynd fyrir börn: https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneytimedia/media/stattumedther/StattuMedTher07.mp4 Skoðið myndina á bls. 83. Sjáið stúlkuna sem verður fyrir hópþrýsting. Hún er kölluð aumingi og reynt er að beita hana hópþrýstingi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=