Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 9 Verkefni við mynd á bls. 4 – Að teikna skuggann sinn Getið þið teiknað upp skuggann ykkar eins og sýnt er á myndinni á bls. 4. Hvernig myndi ykkar skuggi líta út? Nemendur fá blað þar sem þeir geta teiknað upp skuggamynd af sjálfum sér út frá því hvernig þeim líður þann daginn. Gott er að minna á að stundum er dagamunur á skugganum. Skoðið myndina á blaðsíðu 5 – Stúlkan sem horfir í spegil. Við sjáum öll orðin sem gera okkur að því sem við erum. Umræðupunktar: • Hvernig sjáið þið ykkur? • Ætli við sjáum okkur ólíkt því sem aðrir sjá okkur? • Ætli við hugsum öðruvísi til okkar en annarra? • Er slæmt að vera t.d. feimin/feiminn/feimið? • Hvort ætli við sjáum okkur með fleiri neikvæð eða jákvæð lýsingarorð? Verkefni – Sjálfsmynd Nemendur eru hvattir til að teikna upp sjálfsmynd, þ.e. mynd af sér. Inn á myndina geta þau skrifað öll þau orð sem eiga við þau sjálf (hjálparorð á blaðsíðu 5) og sem þeim finnst einkenna sig og sjálfsmynd sína. Mælt er með að þau riti niður jákvæð orð í öðrum lit en orð sem þau telja neikvæð. Verkefni – Hugarkortavinna „Hver er ég“ Nemendur fá autt A4 blað þar sem þau eiga að setja niður allt það sem þeim dettur í hug að nefna í tengslum við spurninguna „Hver er ég?“ Eftir að nemendur hafa lokið við að setja nokkur atriði niður á blað, biður kennari þau um að fara í þriggja manna hópa og þau eiga að deila því sem kom upp sín á milli. Næst velja þau 3 atriði sem þau ætla að nefna þegar kennari býður hópunum að segja frá sínum umræðum. Það ættu því í lok kennslustundar að vera 15-25 orð upp á töflu út frá spurningunni ,,Hver er ég?“ 87 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | ÉG ER FRÁBÆR AF PVÍ AD ... Verkefni: Ég er frábær af því að ... Nemendur fylla inn í svona mynd þar sem þau geta bætt við hjörtum eftir því sem þau vilja. Hugtök útskýrð: Sjálfsmynd: Það merkir hvaða hugmynd við höfum um okkur sjálf. Hver við erum og hvernig við erum. Sjálfstraust: Það merkir hversu mikla trú við höfum á sjálfum okkur og getu til að ná markmiðum okkar og takast á við lífið. Sjálfsálit: Viðhorf einstaklings til sjálfs sín og virði sem manneskju. Eiginleikar: Atriði sem einkenna hverja manneskju, hlut eða fyrirbæri. Hæfileikar: Tök á að afla sér kunnáttu eða leikni með tiltekinni þjálfun. Styrkleikar: Að vera góð/ur í einhverju, að vera sterk/ur, gagnlegur eiginleiki. Veikleikar: Að vera ekki góð/ur í einhverju. Reynsla: Upplifun, það að reyna e-ð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=