Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 33 Verkefni – Bekkjarfundur Haldinn er bekkjarfundur með nemendum þar sem þeir fá að tjá sig um líðan og samskipti innan bekkjarins út frá 2. grein barnasáttmálans. Hér eru góðar leiðbeiningar til að styðjast við um bekkjarfundi. https://barabyrja.is/wp-content/uploads/2020/01/bekkjarfundahefti_082005.pdf Hugtök útskýrð: Réttindi: Leyfi samkvæmt lögum sem einhver fær. Óréttlæti: Það sem er ekki réttlátt. Jafnrétti: Það að hafa sömu réttindi og aðrir og að allir séu jafnir. Mismunum: Að einhver fái ekki sömu meðferð og aðrir. Fordómar: Harður dómur með óvild, t.d. gagnvart ákveðnum hópi manna, eða málefni. Viðhorf: Hvað einhverjum finnst um ákveðið málefni. Þekkingarleysi: Að þekkja ekki til einhvers málefnis, vita lítið um eitthvað. Niðrandi: Meiðandi eða lítillækkandi tal við einhvern. Andspænis: Að standa beint á móti einhverjum. Staðalmynd: Staðalmyndir eru fyrir fram ákveðnar hugmyndir um útlit og/eða eiginleika fólks sem tilheyrir ákveðnum hópi eða stétt innan samfélagsins, til dæmis um hvernig það eigi að hegða sér og hvaða störf séu við hæfi þess. Hvað gerir þú – ábyrgð okkar í samfélaginu Markmið: Að nemendur átti sig á þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera samfélagsþegn og að þeir geti og muni hafa áhrif með því að stíga inn í ofbeldi af hvaða tagi sem er. Fróðleikur fyrir kennarann: Hér er gerandinn í aðalhlutverk og upplýsingar sem nemendur fá eru settar þannig upp að þeir sem leggja í einelti eru oft börn sem þurfa aðstoð því þau ná ekki að setja sig í spor annarra og eru jafnvel með mikið skap. Áherslan í gegnum árin hefur gjarnan verið sett á þolendur – hvað þeir gera og hvað sé að angra þá. Hér er ný nálgun á viðfangsefnið sem mikilvægt er að vinna með. Hugrekkið til að segja stopp og setja mörk er rætt í kaflanum. Ef ein rödd segir stopp og setur mörk þegar kemur að einelti, aukast líkurnar á að aðrir komi með og þannig er hægt að minnka og stundum koma í veg fyrir einelti. Þarna er verið að taka á hlutum um gerendameðvirkni og impra á ábyrgð okkar sem samfélag. Kveikja: Saga Rósönnu um einelti á internetinu. – Myndband á ensku https://www.youtube.com/watch?v=E0WbSOpIlqY&ab_channel=ReachOut.comAustralia

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=