Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 40 • Hvers vegna haldið þið að orkudrykkir séu bannaðir fyrir börn? • Hvað haldið þið að gerist ef börn drekka mikið af orkudrykkjum? • Hvers vegna haldið þið að fólk drekki orkudrykki? Verkefni: Myndband um vatn Vinnið saman í litlum hópum. Hugsið ykkur að þið séuð áhrifavaldar sem fá borgað fyrir að auglýsa kranavatn. Búið til stutt myndband þar sem einn eða fleiri áhrifavaldar auglýsa vatn. Sýnið bekknum myndbandið og horfið á myndbönd hinna. Myndböndin má svo til dæmis birta á heimasíðu skólans. Verkefni: Hreyfing: Skoðið hreyfihringinn frá lýðheilsustöð: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item12222/ Hreyfihringurinn_2016_LowRes.pdf Hvaða hreyfingu er mælt með á þessu veggspjaldi? Geti þið bætt við fleiri hugmyndum að hreyfingu? Umræður: • Mælt er með að allir fullorðnir hreyfi sig 30-60 mínútur á dag en börn 60 mínútur. Náið þið að hreyfa ykkur 60 mínútur á dag eins og hreyfihringurinn segir til um? • Skoðið ráðleggingarnar. Hvað er átt við með að forðast kyrrsetu? En að þjálfa nýja hæfni? Hvers vegna haldið þið að sé svona mikilvægt að hreyfa sig daglega? • Hvaða áhrif hefur hreyfing á líkamann? Hjartað? Lungun? Vöðvana? Beinin? • Er hægt að koma veg fyrir einhver veikindi með hreyfingu? • Hvernig líður ykkur eftir að þið hafið hreyft ykkur? • En hafið þið skoðað hvernig ykkur líður eftir mikla kyrrsetu? • Hvernig getur líkaminn okkur látið vita þegar hann þarf að hreyfa sig? 97 Ég og sjálfsmyndin – Fylgiskjöl | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | © Menntamálastofnun 2022 | 2896 | • Takmörkum kyrrsetu – metum eigin hreyfivenjur • Veljum hreyfingu við hæfi sem veitir okkur ánægju og vellíðan • Öll hreyfing er betri en engin hreyfing • Hjólum eða göngum á milli staða • Hreyfum okkur í vinnu og skóla • Hreyfum okkur í frítímanum • Hreyfum okkur daglega, óháð holdafari • Borðum fjölbreytt fæði dagleg hreyfing hreyfihringurinn Hreyfum okkur rösklega á hverjum degi. Fullorðnir í minnst 30 mínútur og börn í minnst 60 mínútur. Notum stigann Leikum okkur Þjálfun við hæfi Fjölskyldan saman Hjólum til vinnu / í skólann Engin aldurstakmörk Njótum útiveru HVÍTAHÚSIÐ / SÍA - 2016

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=