Ég og sjálfsmyndin - kennsluleiðbeiningar

Ég og sjálfsmyndin – Kennsluleiðbeiningar | © Sigríður Steinunn Karlsdóttir | Menntamálastofnun 2022 | 2896 | 53 Umræðuefni: • Líkamstjáning getur líka sagt til um líðan. Hvernig er líkamstjáning hjá þeim sem líður illa? • Það er mikilvægt að fara til skólafélaga ef maður sér á honum að honum líður illa? Hvað getur maður sagt? • Stundum finnst manni eins og það sé truflun eða afskiptasemi þegar maður spyr hvort einhverjum líði illa. Sumir vilja vera einir í vanlíðan. En eru samt einmana. • Hvenær veit maður hvort maður eigi að gefa hlustun eða næði? Klípusaga: Sigga og Gunna eru saman í bekk og þekkjast frekar vel. Í dag líður Siggu mjög illa. Hún situr og hrjúfrar sig í einu horninu út í frímínútunum. Gunna fer til hennar og spyr hvernig henni líði. Hún segir „bara fínt“ en er samt með tár í augunum. Gunna spyr hvort hún geti hjálpað henni en hún segir að þetta sé allt í lagi og snýr sér undan. Gunna veit ekki alveg hvort hún eigi að fara eða vera hjá henni. Umræða: • Hvort ætti Gunna að setjast hjá Siggu og spjalla við hana eða leyfa henni að vera leið í friði? Hvers vegna? • Á opnunni sjáið þið að Áhyggjuskýið minnkaði við að deila áhyggjum með öðrum. Hafið þið reynslu af ykkar áhyggjuskýi? • Hvers vegna ætli sé erfitt fyrir suma að deila áhyggjum? • Eru til aðrar leiðir en að tala til að minnka áhyggjuskýið? Hverjar eru þær? Verkefni: Deilihringur. Æfing í að segja hvernig okkur líður í dag og af hverju. Nemendur fara í hring og kennari byrjar. Notuð er tilfinningatalan (1-10) „Í dag líður mér upp á 8 því ég átti góðan dag í gær með fjölskyldu minni og spjallaði við vinkonu“ Alltaf má segja pass! Nemendur æfa sig á að spyrja sjálf sig hvernig þeim líði raunverulega og fá þjálfun í að deila því sem er að brjótast um í þeim hverju sinni. Nemendur ráða hversu djúpt þau vilja deila og hvort þau vilji deila yfir höfuð. Hægt er að skrá niður hugsanir til að hafa skýrari sýn á hverju maður vill deila. Áhugaverðir tenglar: Why We Need to Feel Heard – Myndband á ensku um mikilvægi þess að hlusta. https://www.youtube.com/watch?v=hnQwaVnv-FA&ab_channel=TheSchoolofLife Hugtök útskýrð: Sérfræðingar: Sérmenntað fólk sem hefur kynnt sér málin mjög vel. Að tjá sig: Að geta talað og sagt það sem býr í brjósti hverju sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=