Náttúrulega 2

NÁTTÚRULEGA 2

Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lesturinn. Áður en þú byrjar • Skoðaðu bókina vel, myndir og teikningar. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Eftir að þú lest • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum. LESTRARRÁÐ Í þessari bók lærið þið: • Hvar og hvernig plöntur vaxa og dafna og hvernig sveppir lifa. • Hvernig taugakerfið okkar virkar, hvernig melting vinnur úr mat og hvernig líkaminn hreinsar út óþörf efni. • Hvaða kraftar eru til í náttúrunni og hvernig við nýtum þá. • Hvað er að finna úti í geimnum og hvernig Jörðin okkar snýst í kringum sólina. • Um höfin, vötn og efnafræði. Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringarmyndir eða hugtakakort. • Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð eða orðasambönd.

NÁTTÚRULEGA 2 Halldóra Lind Guðlaugsdóttir | Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir | Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur: Krumla

Hvernig lítur vísindamaður út? . . . . . . 4 LÍFVERUR VAXA VÍÐA . . . . . . . 6 Lífsferill plöntunnar . . . . . . . . . . . . . 7 Sveppir og fléttur . . . . . . . . . . . . . 15 Þang og þari . . . . . . . . . . . . . . . . 18 Íslensk náttúra . . . . . . . . . . . . . . . 21 Algeng tré og plöntur á Íslandi . . . . 22 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . 26 HVAÐ FINNUR LÍKAMINN ÞINN? . 27 Taugakerfið . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Melting, lykt og bragð . . . . . . . . . . . 34 Bragð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Lykt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Heilbrigði, hormón og hreinsikerfi . . . . 41 Hreinsistöðvar líkamans . . . . . . . . . 41 Veljum góða næringu og hreyfingu . . 44 Vöndum valið . . . . . . . . . . . . . . 46 Varnarkerfi líkamans – ónæmiskerfið . 48 Hormónastarfsemi líkamans . . . . . . 50 Hljóð, bylgjur og eyru . . . . . . . . . . . 52 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . 59 HEIMUR VÍSINDANNA . . . . . . 60 Kraftar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 Flugvél flýgur, bátur flýtur . . . . . . . . . 67 Magn, massi og mælingar . . . . . . . . . 73 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . . 77 GEIMURINN . . . . . . . . . . . . 78 Sólkerfið og sólin . . . . . . . . . . . . . . 79 Tunglið . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Flóð og fjara . . . . . . . . . . . . . . . 88 Sólkerfið okkar 92 Stjörnumerki . . . . . . . . . . . . . . 106 Að fara út í geim . . . . . . . . . . . . 108 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 1 SJÓR, VATN OG FRUMEFNI . . . . 112 Hafið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1 1 3 Lífríki hafsins . . . . . . . . . . . . . . 1 1 3 Ferskvatn . . . . . . . . . . . . . . . . . 120 Hringrás vatns . . . . . . . . . . . . . 122 Efnafræði . . . . . . . . . . . . . . . . . 124 Lotukerfið . . . . . . . . . . . . . . . . 126 Samantekt . . . . . . . . . . . . . . . 132 Atriðaorðaskrá . . . . . . . . . . . . . . 133 EFNISYFIRLIT

3 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Kæru nemendur Í náminu og lífinu almennt munuð þið rekast á ýmislegt sem þið skiljið ekki Þegar það gerist hafið þið tvo valmöguleika Þið getið gefist upp og ekki lært neitt eða þið getið byrjað að leita að upplýsingum sem ykkur vantar til að leiða ykkur að rétta svarinu Hlutverk vísindafólks er að leita svara við spurningum og að spyrja spurninga Ef enginn prófaði nýja hluti væruð þið ekki að lesa þennan texta því samfélagið hefði ekki þróast Í bókinni prófið þið ykkur áfram í ýmsum greinum vísindanna og vinnið eftir vísindalegum aðferðum Í hvert skipti sem þið tileinkið ykkur nýja þekkingu stækkar þekkingabankinn og auðveldara verður að tileinka sér enn frekari þekkingu með því að byggja á því sem þið vitið nú þegar Í hvert skipti sem þekkingu er miðlað til annarra eykst skilningur annarra og þá er hægt að byggja ofan á þeirra þekkingu Vísindafólk getur verið allskonar og finnst í öllum greinum Það getur verið á öllum aldri og í allskonar líkömum Ekki gleyma því að það voru börn og unglingar sem áttu hugmyndirnar að þróa blindraletur, trampólín og jólaseríur Margir hafa svo lagt eitthvað til svo hægt sé að þróa hugmyndirnar og úr urðu fyrirbæri sem notuð eru um allan heim Nýsköpun er af hinu góða og hugmyndir barna eru jafn mikilvægar og fullorðna og þið skulið ekki gleyma því að þið getið líka verið með í flokki fólks sem kallar sig vísindafólk

4 Náttúrulega 2 HVERNIG LÍTUR VÍSINDAMAÐUR ÚT?

5 Náttúrulega 2 Þín mynd hér

6 Náttúrulega 2 │ 1. kafli LÍFVERUR VAXA VÍÐA Ólíkar gerðir plantna, sveppa og þörunga Byggingu plantna og áhrif árstíða á þær Ólíkar gerðir samlífis Gagnsemi og skaðsemi þessara lífvera Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ UM:

7 Náttúrulega 2 │ 1. kafli LÍFSFERILL PLÖNTUNNAR Þekktar plöntur á Íslandi eru rúmlega 1500 talsins og þær eru mjög fjölbreyttar Plöntur finnast m a í móa, á fjallstindum, við stöðuvötn og í fjörum Sumar hafa borist hingað með vindi en þá hafa frjókorn fokið yfir hafið og lent á hentugum stað og orðið að plöntu Aðrar hafa borist hingað með fuglum eða fólki Eins og aðrar lífverur þurfa plöntur vissar aðstæður til að þrífast Sumum líður best á bólakafi í vatni, öðrum í skógi, móum eða í miklum þurrki Ýmsir lífvana þættir geta haft áhrif á það hvernig plöntur þrífast á hverju svæði fyrir sig Lífvana þættir eru hlutir í vistkerfinu sem aldrei hafa verið lifandi eins og til dæmis hraun, vatn og sandur Ef lífvana þættir í umhverfinu breytast getur lífríkið á svæðinu breyst með Ræðum saman Hvað þekkir þú margar plöntur? Hvaða plöntur eru líkar og hverjar eru ólíkar? Hvernig fjölga plöntur sér? Í gegnum tíðina hefur fólk nýtt plöntur til að meðhöndla og lækna suma kvilla Talið er að einhverjar plöntur hjálpi við ákveðna líkamlega kvilla og sem fæðubótaefni Sumar eru nýttar í te

8 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Plöntur eru samansettar úr plöntufrumum Frumurnar eru sérhæfðar eftir því hvaða hlutverki þær sinna Dæmi um plöntufrumur eru blaðfrumur, stöngulfrumur og rótarfrumur Plöntur búa til eigin næringu beint úr sólarljósi og kallast frumbjarga lífverur, því þær framleiða eigin mat Þær búa til næringu úr sólarorku með frumulíffærinu grænukorn Grænukorn er efnið semgerir plöntur grænar Í grænukorni er efni sem plöntur nota til að fanga sólargeislana Til að búa til næringu þarf plantan vatn og koltvíoxíð til viðbótar við sólargeislana Dýr anda m a frá sér koltvíoxíði Þetta ferli plantna, þ e að búa til næringu, kallast ljóstillífun Við það verður bæði til næring fyrir plöntuna svo hún geti vaxið og einnig súrefni sem fer út í andrúmsloftið Ýmsar lífverur, t d fólk og önnur dýr, nota svo súrefnið og næringuna frá plöntunni Þessar lífverur anda frá sér koltvíoxíði, losa sig við vatn með þvagi og svita og búa til orku svo þær geti hreyft sig og haldið á sér hita Það ferli kallast bruni Sólarorka Súrefni Koltvíoxíð Vatn Líf á Jörðinni gengur vel þegar gott jafnvægi er á milli ljóstillífunar hjá plöntum og bruna hjá dýrum Það þarf að passa upp á þetta jafnvægi t d þegar við framleiðum hluti sem gefa frá sér koltvíoxíð þar sem það getur valdið ójafnvægi í náttúrunni

9 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Árið skiptist í fjórar árstíðir: Haust, vetur, vor og sumar Árstíðirnar hafa talsverð áhrif á suman gróður bæði útlit og starfsemi lífveranna Plöntur sem verða ekki fyrir áhrifum árstíðanna kallast sígrænar af því að þær eru grænar allt árið Greni og fura eru dæmi um sígrænar plöntur sem sumir nota sem jólatré Sígræn tré búa yfir þeim eiginleika að geta komið í veg fyrir skaða af áhrifum frosts Vatnið gufar ekki upp í gegnum nálarnar og trén þurfa lítið vatn yfir veturinn Vegna frosts í jörðu ná plönturnar litlu vatni í gegnum ræturnar

10 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Sumargrænar plöntur verða fyrir áhrifum árstíðanna Á haustin fer að kólna og þá byrja plönturnar að undirbúa sig fyrir veturinn Það gera þær með því að hætta að framleiða grænukorn sem gera plöntuhluta græna Við það breytast grænu litatónarnir í gula, appelsínugula og jafnvel rauða og trén fara að fella laufið Yfir veturinn eru sumargrænar plöntur t d flest tré, án laufblaða og því ber Þar sem plönturnar hafa takmarkað aðgengi að vatni á þessum árstíma vegna frosts í jörðu er starfsemi plantnanna í lágmarki Lífverurnar fara því í nokkurs konar vetrardvala Þegar vexti trjáa líkur um haust myndast brum en það er það síðasta sem planta gerir fyrir vetrardvalann Þegar aftur fer að hlýna eftir veturinn byrjar brumið að þrútna og springa út Þetta eru fyrstu skref í myndun nýrra laufa Mörgum þykir brum vera vorboði eins og lóan Eftir því sem líður á vorið spretta fram ný og falleg laufblöð Brátt er tréð alsett fallegum laufblöðum sem ljóstillífa Plantan nýtur sumarsins og sólarinnar til að framleiða næringu áður en það fer að hausta á ný Þegar tré vaxa myndast svokallaðir árhringir Sá yngsti er næst berkinum (yst) og elsti er í miðjunni Þetta gerist vegna þess að í byrjun sumars er vöxtur hraður og nýjar frumur í trénu eru stórar og víðar, þá myndast ljósir hringir Síðan hægir á vextinum og nýju frumurnar eru þrengri og með þykkan frumuvegg, þá myndast dökkir hringir Við getum því talið hversu gamalt tréð er með því að telja hringina, einn ljós og einn dökkur hringur mynda saman eitt ár í aldri trésins

11 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Laufblöð hafa það hlutverk að fanga eins mikið sólarljós og plantan þarf til að búa til alla nauðsynlega næringu Þau eru flöt svo að sólargeislarnir skíni á sem stærstan flöt Ofan á laufblöðunum er að finna blaðgrænuna sem sólarorkan fer inn um en undir þeim eru loftaugu Loftaugu eru agnarsmá göt sem minna á varir, þar sem plantan tekur inn koltvíoxíð og losar út súrefni Einnig má finna þar örfínar æðar sem sjá um að flytja vatn og næringu um plöntuna Fólk borðar lauf sumra plantna t d kál en þau eru einnig fæða ýmissa annarra dýra Stofn eða stilkur plantna er stífur vegna þess að frumurnar hafa plöntuveggi Stofninn hefur það hlutverk að halda plöntunni uppréttri Um hann liggja margar æðar því þaðan er vatn flutt til laufblaðanna svo hægt sé að búa til næringu Næringuna nýtir plantan til að stækka og verða sterkari Fólk borðar stofn sumra plantna, t d af rabarbara og spergli sem sumir þekkja sem aspas Rótin festir plöntuna á sínum stað og safnar vatni og mikilvægum steinefnum og flytur upp í stofninn Sumar rætur búa til orkugeymslur fyrir plöntuna Mann- fólkið er mjög hrifið af þessum orkugeymslum því þær eru stundum sætar og bragðgóðar og oft næringarríkar Þetta eru til dæmis kartöflur, rófur og gulrætur Blóm Rót Stofn Laufblöð Hvað ætli finnist margar gerðir laufblaða og blóma á skólalóðinni?

12 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Blóm eru æxlunarfæri blómplantna Þar má finna karl- og kvenkyns æxlunarfærin Frævillinn er karlhluti plöntunnar og frævan kvenkyns Frjókorn, sem sumir eru með ofnæmi fyrir, fara frá frævlinum til frævunnar og við það verður til fræ Blóm geta bæði frævað sig sjálf og önnur blóm Sumar plöntutegundir hafa þróast þannig að karl- og kvenæxlunarfærin þroskast ekki á sama tíma svo hún frjóvgi sig ekki sjálf Skordýr, til dæmis býflugur, og vindur sjá um að flytja frjókorn á milli blóma Brokkolí og blómkál eru dæmi um blóm sem maðurinn borðar Plöntum má skipta í tvo flokka eftir því hvernig þær fjölga sér, þ e fræplöntur og gróplöntur Fræplöntur fjölga sér með fræjum og skiptast gróflega í blómjurtir og barrtré Flestar blómplöntur eru gjörólíkar trjám Þau eru flest svipuð í útliti en blómplöntur finnast í margvíslegum litum og ilma yfirleitt vel Margir sjá þær einungis sem skraut í náttúrunni og á heimilum en mikið af mat kemur frá blómplöntum Hveiti, hrísgrjón, kartöflur, grænmeti, olíur, ávextir og bómull í fötunum eru allt afurðir eða hluti af blómplöntum Barrtré eru með elstu núverandi lífverum á jörðinni og skiptast m a í greni, þin og furu Þau hafa aðlagast snjóþungum vetrum með skáhallandi hliðum sínum þannig að snjórinn rennur af trjánum Barrtré mynda köngla þar sem þau geyma fræin sín Það hafa barrtré gert í mörg hundruð milljón ár Fræin eru vel geymd í könglunum Köngull Fræ Fræ

13 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Stærstu tré Jarðar geta orðið yfir 100 metra há

14 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Á Svalbarða í Noregi má finna fræbanka sem geymir fræ hundruða þúsunda ólíkra plantna Fræin þarf að geyma við mikinn kulda til að vernda þau frá skemmdum Þau eru geymd í hvelfingu sem er grafin inn í fjall þar sem náttúruleg kæling er til staðar ef tæknibúnaður bilar Markmiðið er að safna fræjum af öllum plöntutegundum sem fólk nýtir Plöntuhvelfingin er byggð til að þola ýmsar náttúruhamfarir og jafnvel kjarnorkusprengingu Burkni Elfting Jafni Mosi Gróplöntur fjölga sér með gróum sem eru lítil korn Byrkningar og mosar eru algengustu gróplönturnar Byrkningar eru fornar plöntur sem fjölga sér með gróum sem vaxa og dafna ef þau lenda á hentugum stað Þeir skiptast í burkna, elftingar og jafna Mosi og skyldmenni þeirra voru fyrstu landnemaplönturnar fyrir u þ b 475 milljónum ára Mosi er sérlega viðkvæm planta Hann hefur ekki rætur heldur svokallaða rætlinga sem festa hann niður Það veldur því að auðvelt er að losa hann frá jarðveginum Mosi er oft kallaður landnemi á nýju hrauni því hann getur lifað af við erfiðar aðstæður Hann býr síðan hægt og rólega til betri aðstæður sem gera það að verkum að aðrar plöntur geta sest að á hrauninu

15 Náttúrulega 2 │ 1. kafli SVEPPIR OG FLÉTTUR Sveppir tilheyra svepparíki Þeir geta ekki ljóstillífað eins og plöntur og eru því ófrumbjarga lífverur Það þýðir að þeir eru háðir öðrum lífverum til að fá næringu Þeir draga næringuna í sig úr umhverfinu með þráðum og framleiða efni sem brjóta hana niður Sveppir eru mikilvægir sundrendur í vistkerfum Þeir eru rotverur sem stuðla að rotnun dauðra plantna og dýra Sveppir fjölga sér með gróum en gró geta borist á milli staða með vindi, dýrum, plöntum og jafnvel jarðvegi Ræðum saman Borðar þú sveppi? Hvaða sveppi má borða? Eru sveppir plöntur? Hvaða hlutverki gegna sveppir í náttúrunni? Eru sveppir plöntur? Sveppir hafa ekki sömu eiginleika og plöntur, t.d. geta þeir ekki ljóstillífað.

16 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Margar gerðir sveppa búa í samlífi við aðrar lífverur Þeir eru t d algengir í skógum þar sem þeir græða oft á því að búa í samlífi við tré Þegar báðar lífverur græða á sambúðinni kallast hún samhjálp Þegar önnur græðir en hin ekki er það gistilífi en þegar önnur græðir en hin hlýtur skaða af sambúðinni kallast það sníkjulífi Fléttur eru samhjálp svepps og ljóstillífandi lífveru, t d blábakteríu eða grænþörungs Sveppurinn leggur til hagstæð búsetuskilyrði en nýtir á móti næringu frá hinni lífverunni Þetta sambýlisform gerir fléttum kleift að lifa við mjög erfiðar aðstæður Sem dæmi eru fléttur oft með fyrstu lífverum til að setjast að á nýju hrauni en þar fá þær síður samkeppni frá öðrum plöntum um vatn og sólarljós Til eru margar gerðir af fléttum, t d skófir á steinum, hreindýramosi og fjallagrös Fjallagrös Hreindýramosi Til eru margar gerðir sveppa en í heiminum eru skráðar um 100 000 tegundir Á Íslandi eru um 3000 tegundir sveppa en þar af eru um 850 fléttur Útlit og eiginleikar sveppa eru afar mismunandi og ef ætlunin er að borða sveppina er mikilvægt að þekkja vel til Sumir eru mjög góðir matsveppir á meðan aðrir eru eitraðir Sveppir tilheyra ekki plönturíkinu heldur svepparíkinu og hafa ýmsa eiginleika sem plöntur hafa ekki. Þeir eru til dæmis rotverur.

17 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Góðir matsveppir: Kóngssveppur Lerkisveppur Kúalubbi Ullblekill Furusveppur Eitraðir sveppir: Berserkjasveppur Slöttblekill Mygla er tegund af svepp sem getur bæði hjálpað okkur og valdið okkur skaða Myglusveppir eru í raun mikil- vægur þáttur í hringrás náttúrunnar, þeir hjálpa til við að brjóta niður lífræn efni Úr myglusvepp getum við líka búið til pensillín, lyf sem hjálpar okkur að drepa óæskilegar bakteríur En við þurfum þó að gæta okkar, við getum orðið mjög veik af myglu Það eru dæmi um að fólk hafi lent í vandræðum þegar myglusveppur kemur sér fyrir í húsnæði þess og svo getum við líka orðið veik ef við borðum myglaðan mat Myglusveppur

18 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ÞANG OG ÞARI Ræðum saman Hvað eru þörungar? Hefurðu skoðað þang og þara í fjörunni? Hefurðu prófað að borða þörunga? Þörungar eru samheiti yfir alls konar frumbjarga lífverur sem finnast m a í sjó og vötnum Flestir eru með grænukorn og geta því ljóstillífað Sumir þörungar eru í yfirborðslögum sjávar og vatna og kallast plöntusvif (svifþörungar) Aðrir þörungar liggja á botninum og kallast einfaldlega botnþörungar Flestir þörungar nýta orku sólarinnar til að búa til næringu rétt eins og plöntur Þeir nærast einnig á alls konar efnum og söltum í sjónum Þess vegna skipta umhverfisaðstæður í hafinu eins og hafstraumar og blöndun sjávar miklu máli til að þörungar geti fjölgað sér og dafnað Þörungar eru gjarnan flokkaðir eftir lit í grænþörunga, brúnþörunga og rauðþörunga en ýmsar tegundir falla undir hvern lit Þeir fjölga sér annaðhvort með einfaldri frumuskiptingu eða kynæxlun Þörungar geta verið agnarlitlir ein- eða fjölfrumungar sem sjást ekki með berum augum nema þeir komi margir saman Brún- og rauðþörungar hafa oft frumuvef sem líkist plöntum og verða því talsvert stærri Þetta eru botnþörungar sem flestir geta fest sig á klöppum og stórgrýti Flestir kannast við þang og þara en það eru stórir brún- eða rauðþörungar Plöntusvif er sambú margra svifþörunga sem svífa við yfirborð sjávar eða vatna Svifþörungar sjást aðeins með berum augum þegar mikið af þeim safnast saman Þörungar framleiða mjög mikið af því súrefni sem við öndum að okkur.

19 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Beltaskipting þörunga Lífverur skipta sér gjarnan á mismunandi svæði í vistkerfinu Þær aðlagast mismunandi aðstæðum og eru þá síður í samkeppni hver við aðra Það á einnig við um þörunga Grænþörungar eru í efstu lögum sjávarins, síðan koma brúnþörungar og loks rauðþörungar sem hafa eiginleika til að vaxa á mesta dýpinu Þarar eru stórir brúnþörungar Þeir einkennist af því að hafa vel aðgreindan stilk með blöðku og festusprotum sem festa hann við hafsbotninn Sumir þarar geta orðið mjög stórir og mynda jafnvel þaraskóg saman Rauðþörungar geta vaxið á meira dýpi en aðrir þörungar eða á u þ b 250 m dýpi Auk blaðgrænu hafa þeir rautt litarefni sem hjálpar þeim að beisla orku sólar þrátt fyrir að vera á miklu dýpi Grænþörungar eru yfirleitt efst í fjörunni Þang eru brúnþörungar sem vaxa í fjörum með föstu undirlagi eins og grjóti og klöppum

20 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Græn-, brún- og rauðþörungar eru heilkjarna sem þýðir að þeir hafa frumukjarna Bláþörungar eru ólíkir öðrum þörungum þar sem þeir eru dreifkjörnungar Það þýðir að þeir hafa engan frumukjarna Oftast eru bláþörungar því flokkaðir með bakteríum og eru einnig kallaðir blábakteríur Blábakteríur geta einnig ljóstillífað en talið er að þær hafi umbreytt andrúmslofti Jarðar fyrir u þ b þremur milljörðum ára Með tilkomu súrefnisins varð til svigrúm fyrir þróun fjölbreyttra lífvera sem þurfa á súrefni að halda Blábakteríur eru ótrúlega lífseigar og geta lifað við mjög erfiðar og ólíkar aðstæður Þær hafa meðal annars fundist í heitum hverum, mjög þurrum svæðum og umhverfi sem er mjög salt eða súrt Lengi hafa fjöruþörungar verið nýttir til matar á Íslandi Þörungarnir eru stútfullir af næringarefnum og eru einnig mjög umhverfisvæn fæða Við nýtum þessa fæðu ekki eins vel og við gætum en munum vonandi nýta hana meira í framtíðinni Dæmi um matþörunga eru söl sem gjarnan eru borðuð þurrkuð og purpurahimna (nori) sem mikið er notuð í sushi Þörungar eru því notaðir til matar en eru líka algengir í snyrtivörur, lyf, tannkrem og fleira BLÁÞÖRUNGUR / BLÁBAKTERÍA OFURFÆÐA HEILAPÚL HEILAPÚL

21 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ÍSLENSK NÁTTÚRA Staðsetning Íslands og fjarlægð þess frá öðrum löndum hefur gert það að verkum að tiltölulega fáar tegundir dýra og plantna hafa borist hingað með náttúrulegum leiðum Gróður sem einkennir Ísland eru lágvaxnar plöntur og frekar fáar tegundir villtra plantna Láglendi Íslands er nokkuð gróið en eftir því sem farið er hærra yfir sjávarmál er minna um gróður Stór hluti Íslands er hálendi og aðeins fjórðungur landsins í heild er þakinn gróðri Ísland telst því frekar hrjóstrugt land Margir þættir hafa áhrif á þróun gróðurfars Fyrst má nefna áhrif mannkyns en á Íslandi var talsvert meira af villtum gróðri við landnám en er í dag, sérstaklega birki Fólk hjó niður viðinn og beitti búfénaði á landið sem varð til þess að gróður minnkaði Mannkynið hefur ekki eingöngu haft neikvæð áhrif á gróðurfar á Íslandi en margir hafa unnið að uppgræðslu landsins, t d með skógrækt Ekki er eingöngu notast við íslenskar tegundir heldur hafa ýmsar tegundir trjáa og plantna verið fluttar inn frá öðrum löndum Mikilvægt er að hafa í huga að plönturnar passi í þau vistkerfi sem þeim er plantað í Gróðurfar stjórnast ekki aðeins af áhrifum fólks Jarðvegur og veðurfar hefur mikið að segja og er ýmislegt á Íslandi sem hefur hamlandi áhrif á vöxt gróðurs Hér er t d úthafsloftslag og mikið af hrauni vegna gosvirkni Ræðum saman Þekkirðu heiti á einhverjum plöntum á Íslandi? Sérðu stundum sömu plöntur oft og langar að vita hvað þær heita? Hefur þú borðað einhverjar plöntur sem finnast í náttúrunni?

22 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ALGENG TRÉ OG PLÖNTUR Á ÍSLANDI Baldursbrá finnst víða, t d í fjörusandi og þéttbýli Áður fyrr var seyði af henni notað til heilsubóta, t d sem lækningarmáttur á kvensjúkdómum Holtasóley er harðger planta sem finnst um allt land og er þekkt sem þjóðarblóm Íslendinga Algengt er að hún sé ein fyrsta plantan til að nema land á beru landsvæði Hún finnst þó einnig hátt til fjalla og þrífst því vel á Íslandi Geldingahnappur er algengur um allt land Hann vex við erfið vaxtarskilyrði eins og á hálendinu, söndum og melum Jöklasóley er lágvaxin planta sem vex hátt til fjalla Hún þrífst best á grýttum melum og klettum Birki myndar bæði skóga og kjarr og er algengasta skógartréð hér á landi Frjókorn birkis eru í reklum og dreifast með vindi

23 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Reynitré finnst víða á stangli hér á landi Fuglar éta berin og dreifa þannig fræjum um allt Furutré eru sígræn barrtré og ýmis afbrigði til af þeim Stafafura er orðin nokkuð algeng hér á landi en henni hefur verið plantað víða um land Hún er harðger og er sumstaðar farin að sá sér sjálf Sortulyng er misalgengt eftir landshlutum Aldinin sem vaxa á því eru algeng fæða músa en fólk getur fundið fyrir eitrunaráhrifum ef borðað er of mikið af þeim Blóðberg er algengt á ýmsum svæðum, bæði á láglendi og hálendi landsins Það þrífst t d á melum, klettum og þurru mólendi Blóðberg er kryddjurt sem hentar t d í te Krækilyng vex mikið á berangri og er ein af algengari jurtum hér á landi Fólk hefur nýtt krækiber lengi bæði sem fæðu og til litunar

24 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Víðir er trjátegund sem finnst víða á Ísland en víðir getur lifað af í rökum og köldum jarðvegi Margar víðitegundir hafa komið sér fyrir á Íslandi en sumar þeirra eru þekktar fyrir að birtast á svæðum sem hætt er að nota sem beitilönd Hundasúra er planta sem margir kannast við að hafa smakkað í æsku Hún er frekar næringarsnauð Hún þekkist á lögun sinni en laufblöðin eru útstæð Túnfífill er algeng jurt á Íslandi en hann getur vaxið við ýmis vaxtarskilyrði Margir telja túnfífilinn til illgresis og vilja gjarnan losna við hann úr görðum sínum Áður fyrr var túnfífillinn notaður á ýmsan hátt, til fæðu, lækninga og til litunar Hægt er að nýta rótina, blöðin og blómið sjálft Í dag eru fáar manneskjur sem nýta túnfífilinn en hún er mikilvæg fæða fyrir ýmis smádýr Þegar fífillinn hefur blómgast lokar hann körfu sinni þar til fræin eru þroskuð Þá kallast hann biðukolla og geta fræin borist langar leiðir með vindi og jafnvel dýrum TÚNFÍFILL – TIL MÆÐU EÐA NYTJA?

25 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Þegar við skoðum flokkun lífvera sjáum við að plönturíkið skiptist í nokkra flokka Það eru þörungar, mosar, burknar, berfrævingar og dulfrævingar (blómplöntur) Þessir flokkar skiptast síðan í fleiri flokka en dulfrævingar skiptast í einkímblöðunga og tvíkímblöðunga sem síðan skiptast í fleiri undirflokka Berfrævingar mynda ber og óvarin fræ í könglum, þetta geta t d verið barrtré og birkitré Dulfrævingar eða blómplöntur eru með blóm og fela fræin sín í aldini, þetta geta verið ýmis blóm og tré sem blómstra, t d eplatré HVAÐ FLOKKAST SEM PLÖNTUR? HEILAPÚL Plönturíki Þörungar Mosar Burknar Dulfrævingar Berfrævingar Einkímblöðungur Tvíkímblöðungur

26 Náttúrulega 2 │ 1. kafli SAMANTEKT • Plöntur eru frumbjarga lífverur sem búa til eigin næringu með ljóstillífun • Plöntur samanstanda af rót, stofni, laufblöðum og í sumum tilfellum blómum • Fræplöntur fjölga sér með fræjum og skiptast gróflega í blómjurtir og barrtré • Gróplöntur fjölga sér með gróum og skiptast í byrkninga og mosa • Lífvana þættir eru hlutir sem finnast í vistkerfi og hafa áhrif á það Lífvana þættir hafa aldrei verið lifandi Lífsferill plöntunnar • Ísland er frekar hrjóstugt land Aðeins fjórðungur þess er þakinn gróðri • Hér á landi eru fáar tegundir villtra pantna vegna þess hve erfitt er fyrir gróður að berast hingað Íslensk náttúra • Sveppir geta ekki ljóstillífað og eru því háðir öðrum lífverum um næringu • Sveppir lifa gjarnan í samlífi með öðrum lífverum • Fléttur eru samlífisform sveppa og þörunga • Til eru margar gerðir góðra matsveppa en sveppir geta líka verið eitraðir • Myglusveppir geta valdið okkur skaða, t d mygla í brauði og húsum Myglusveppir geta líka hjálpað okkur, t d pensillín Sveppir og fléttur • Þörungar eru yfirleitt ljóstillífandi lífverur sem búa gjarnan í vötnum og sjó • Til eru græn-, brún- og rauðþörungar • Til eru ýmsar gerðir þörunga, sumir eru agnarlitlir svifþörungar (plöntusvif) en aðrir stórir botnþörungar (þari) Þang og þari

27 Náttúrulega 2 │ 2. kafli HVAÐ FINNUR LÍKAMINN ÞINN? Hvað verður um matinn eftir að hann kemur inn í líkamann Hvernig skynfærin lykt, bragð og heyrn virka Hvað hægt er að gera til að vernda heilsuna Starfsemi taugakerfisins og hreinsikerfa líkamans Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ UM:

28 Náttúrulega 2 │ 2. kafli TAUGAKERFIÐ Taugakerfið samanstendur m a af taugum semdreifast um allan líkamann Þær tengjast saman og senda skilaboð um hann allan Heilinn, mænan og taugar mynda í sameiningu taugakerfið Skynnemar í húð, líffærum og skynfærum senda skilaboð til heilans sem metur síðan hvað á að gera Þegar við göngum er það heilinn sem tekur ákvörðun um að fara af stað og sendir skilaboð til hægri fótar um að taka skref og svo vinstri og svo koll af kolli Á sama tíma eru augu, eyru, nef og skynnemar í húð að senda upplýsingar um aðstæður í umhverfinu Því fleiri sem skynnemarnir eru þeim mun næmara er svæðið Skynnemar nema meðal annars hita, kulda og þrýsting Þessi skilaboð sem send eru um líkamann kallast taugaboð Heilinn getur tekið á móti mörgum taugaboðum í einu og er stöðugt að senda skipanir um allan líkamann og á milli svæða í heilanum Oft eru mörg skilaboð send í einu Bruni er dæmi um taugaboð sem ekki fer alla leið upp í heila Þegar við snertum eitthvað heitt með fingrinum fara skilaboðin frá skynnemunum í húðinni upp handlegginn og inn í mænuna sem sendir skilaboð sömu leið niður í fingurinn um að hann eigi að fara frá hitanum Hver eru skynfærin? Það eru bragð, heyrn, lykt, sjón og snerting. Ræðum saman Þekkir þú hlutverk heilans? Af hverju skiptir máli að nota hjálm? Hvað notar maðurinn til að skynja umhverfi sitt?

29 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Heili Mæna Taugar

30 Náttúrulega 2 │ 2. kafli TAUGAFRUMA HEILAPÚL Taugafruma hefur sérkennilegt útlit Í bolnum er kjarni frumunnar sem er nokkurs konar heili Griplurnar standa út úr bolnum og bera taugaboð frá annarri taugafrumu til bolsins Hann flytur síðan skilaboð um símann að taugaenda sem sendir skilaboð til næstu taugafrumu Lengsta taugafruman byrjar neðarlega í baki og nær niður í hæl Heilinn er lykillíffæri í taugakerfinu Hann hefur fjölbreytt hlutverk og er nokkurs konar verkstjóri líkamans Heilinn samanstendur af taugafrumum sem tengjast saman Flestir kannast eflaust við það að rifja upp minningar þegar þeir finna ákveðna lykt eða fá vatn í munninn við tilhugsunina um ákveðinn mat Þegar nýjar minningar eða ný þekking er búin til myndast tenging milli taugafruma Hver taugafruma getur tengst 10 000 öðrum taugafrumum Heili manneskju er þroskaðri en í nokkru öðru dýri Litli heili stjórnar t d samhæfingu hreyfinga og tekur við upplýsingum frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir hreyfingar saman Það er erfitt að læra eitthvað nýtt því þegar við lærum nýja hluti þarf að búa til alveg nýja tengingu í heilanum Ef eitthvað er endurtekið oft verður það auðveldara Gripla Kjarni Sími Taugaendi

31 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Heilinn notar um 15% af öllu blóði og 20% af öllu súrefni sem er í blóðrásinni Samt sem áður er hann u þ b 2% af þyngd líkamans Heilastofn stýrir grunnlíkamsstarfsemi og hefur það hlutverk að láta líffærin sinna sínu hlutverki Stóri heili stýrir t d heyrn, sjón, lykt, bragði, hugsun, máli, hreyfingum og persónuleika HEILINN Ennisblað Gagnaugablað Heilastofn Hvirfilblað Hnakkablað Litli heili HEILAR ÓLÍKRA DÝRA Fiskur Skriðdýr Fugl Spendýr Api Manneskja

32 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Sumir finna fyrir stingandi verk í enni þegar þeir borða eitthvað kalt, t d ís Það er stundum kallað heilakul Þetta þýðir þó ekki að heilinn sé að frjósa, heldur gerist það þegar taugaendar í efri gómi nema eitthvað mjög kalt Þá fara sársaukaboð til heilans sem bregst við með því að senda skilaboð um að víkka æðar á þessu svæði Þegar þessi skilaboð berast eykst blóðstreymið skyndilega sem orsakar þennan verk í enninu sem við finnum við heilakul Til að koma í veg fyrir heilakul getur verið gott að passa að ekki of mikið af köldum mat/drykk snerti efri góminn, taka minni bita af ísnum og borða hægar HVAÐ GERIST ÞEGAR VIÐ FÁUM HEILAKUL? HEILAPÚL

33 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Af hverju eru einstaklingar taldir fullorðnir 18 ára ef skynsemishluti heilans er ekki fullþroskaður þá? Höfuðkúpan er sterkt bein sem ver heilann gegn skaða Þegar við notum hraðskreið farartæki er mikilvægt að vera með viðeigandi hlífðarbúnað Í bílum eru innbyggð öryggiskerfi eins og öryggisbelti og loftpúðar Á hjólum, hlaupahjólum, vespum og öðrum sambærilegum farartækjum er ekki innbyggður hlífðarbúnaður Því er hjálmur mjög mikilvægur Heilinn er lykillíffæri dýra en erfitt er að laga skemmdir sem verða á honum Hjálmurinn býr til auka vörn fyrir heilann Börn eru líklegri til að vilja fara í rússíbana en foreldrar þeirra Ástæðan er sú að framheilinn er þroskaðri hjá fullorðnu fólki heldur en börnum Heili fullorðinna er því líklegri til að meta áhættur skynsamlega og jafnvel ofhugsa þær Skynsemishluti heilans nær ekki fullum þroska fyrr en eftir tvítugt VAXANDI SKYNSEMI HEILAPÚL

34 Náttúrulega 2 │ 2. kafli MELTING, LYKT OG BRAGÐ Fólk borðar mat eða fæðu nokkrum sinnum á dag Melting er ferlið þegar lífvera breytir fæðu í orku Líffærin sem sjá um þetta ferli eru munnur, vélinda, magi og þarmar Þessi líffæri vinna saman og kallast einu heiti meltingarfæri Melting er ferlið frá því að fæða er borðuð og þangað til líkaminn er búinn að nýta alla orkuna úr henni Eftir það losar líkaminn sig við úrganginn Mikilvægt er að líkaminn nærist vel svo hann starfi rétt Margt hefur áhrif á hvernig líkaminn getur nærst Veikindi og fleiri þættir geta haft áhrif á matarlyst og nýtingu líkamans á næringunni Sem dæmi má nefna átröskun, lyfjanotkun, svefnleysi, þunglyndi, kvíða og ójafnvægi á hormónum Því meiri þjálfun og hreyfingu sem líkaminn fær þeim mun meiri næringar þarfnast hann Því er mikilvægt að huga að næringarinntöku í samræmi við hreyfingu Ef líkaminn fær ekki þá næringu sem hann þarf getur hann ekki starfað eðlilega Áhrifin geta til dæmis verið orkuleysi, erfiðleikar við vöðvauppbyggingu og vandamál með tíðablæðingar NÆRING INN, ÚRGANGUR ÚT Ræðum saman Hvaða bragðtegundir þekkið þið? Hvernig getur matur breyst í orku fyrir alla vöðva líkamans? Hvers vegna er mikilvægt að lyktarskynið okkar virki vel?

35 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Af hverju kemur prumpulykt? Neðst í þörmunum eru bakteríur sem brjóta niður næringuna sem líkaminn notar ekki Þegar þær gera þetta losa þær gas sem gefur frá sér slæma lykt Kúkurinn Þar sem líkaminn er það sem hann borðar þá skilar hann einnig frá sér úrgangi af því sem hann borðar Kúkur getur sagt okkur ýmislegt um heilsuna Til að hafa góðar hægðir þarf líkaminn til dæmis að borða holla og trefjaríka fæðu, fá nóg vatn og hreyfingu Ef við erum með hægðartregðu er kúkurinn harður og erfitt að koma honum frá sér og því geta fylgt verkir í kvið Stundum fær fólk niðurgang, þá getur líkaminn orðið fyrir vökvatapi og mikilvægt að drekka vel Ef fólk er með niðurgang í nokkra daga þarf að leita til læknis Liturinn á kúknum getur einnig sagt til um heilsu líkamans, kúkurinn ætti að vera dökk brúnn, aðrir litir eru ekki æskilegir Að gubba Ef maginn skynjar eitthvað sem er óæskilegt fyrir líkamann þrýstir hann sér saman og reynir að skila fæðunni aftur sömu leið til baka Þegar þetta gerist finnur einstaklingur fyrir ógleði og þarf að gubba Magasár Fólk getur fengið sár í magann Það gerist þegar slímið í maganum er of þunnt og sýran ertir eða brennir sár innan á magann Fólk hefur aðeins einn maga en kýr hafa fjóra!

36 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Munnurinn Meltingin hefst í munninum um leið og fyrsti biti er tekinn Tennurnar hakka niður fæðuna og munnvatnið blandast saman við hana svo auðveldara sé að kyngja henni Vélinda Þegar fæðu er kyngt fer maturinn niður eins konar göng og niður í maga Magi Í maganum eru sterkar magasýrur sem brjóta fæðuna niður (sérstaklega prótín) og búa til eins konar fæðumauk Þessi sýra er svo sterk að hún getur brennt húð Maginn er þakinn þykku slími að innan til að hann verði ekki fyrir skemmdum Magasýran drepur einnig óæskilegar bakteríur úr fæðunni Fæða er í maganum frá u þ b 90 mínútum og upp í fjóra og hálfa klukkustund Eftir að magasýran brýtur fæðuna niður í fæðumauk fer hún niður í smáþarmana Ristill Í ristlinum eru margar æðar sem hafa það hlutverk að soga til sín vatn úr úrganginum fyrir líkamann Þegar það er búið er meltingarferlinu lokið og ristillinn skilar afganginum af úrganginum í endaþarminn Hvernig getur matur farið inn og komið svo út sem kúkur? Það tekur fæðuna hátt í sólarhring að komast í gegnum meltingarfærin.

37 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Smáþarmarnir Smáþarmarnir eru þröng göng sem eru um 6 metra löng og alsett fellingum Í smáþörmunum eru næringarefnin (fitan, kolvetnin og prótínið) úr fæðunni brotin niður Innan í smáþörmunum eru þarmatotur sem sía næringarefnin inn í æðar sem flytja þau með blóðinu út um allan líkamann Smáþarmarnir skila síðan úrganginum frá sér til ristilsins Endaþarmur Úrgangurinn sem ristillinn skilar í endaþarminn er að mestu bakteríur og trefjar Þetta er allt það sem líkaminn þarf ekki að nota úr fæðunni sem fólk borðar Stundum geta þó leynst hlutir sem fólk gleypir óvart og líkaminn þarfnast ekki U þ b sólarhring eftir að fæða er borðuð skilar hún sér út um endaþarminn sem saur eða kúkur Vélinda Munnur Magi Ristill Endaþarmur Smáþarmarnir

38 Náttúrulega 2 │ 2. kafli BRAGÐ Tungan er að mestu leyti vöðvi Miðað við stærð er tungan sterkasti vöðvinn í líkamanum Tungan sér um að flytja fæðu til í munninum til þess að geta tuggið hana Í hefðbundinni tungu eru um 3 000 bragðlaukar Bragðlaukarnir eru örsmáir og dreifðir út um alla tunguna Í hverjum bragðlauk eru u þ b 50–100 bragðskynnemar Bragðskynnemarnir skynja bragðið Tungan er einnig mikilvæg til þess að einstaklingar geti gefið frá sér hljóð og talað Vísindamenn eru ekki sammála um hvar á tungunni við skynjum bragðtegundirnar Sumir telja að öll tungan geti skynjað þær allar en aðrir að tungan skynji bragðtegundir eftir svæðum Þetta er eitt dæmi um hvað líkaminn getur verið flókið rannsóknarefni Kíktu í spegil eða fáðu einhvern til þess að reka út úr sér tunguna Á tungunni eru margir litlir hnúðar og á þeim má finna bragðlauka! Taktu til sítrónusafa, saltvatn og sykurvatn og settu í þrjú aðskilin glös Settu eyrnapinna í eitt glasið og bleyttu vel í bómullar hlutanum Settu síðan blauta endann á bragðlaukana á tungunni Prófðaðu mismunandi staði á tungunni Finnst þér sem rannsakanda að ákveðnir hlutar á tungunni nemi bragðið betur en aðrir? Allir hafa sitt eigið „tungufar“ eins og fingrafar. Vissir þú? PRÓFAÐU! TUNGA OG BRAGÐ TILRAUN

39 Náttúrulega 2 │ 2. kafli LYKT Áður fyrr var talið að tungan gæti greint fjórar grunngerðir af bragði: Sætt, salt, beiskt og súrt Síðar komust vísindamenn að því að tungan greinir enn eina grunngerð af bragði sem kallast umami Því greinir tungan fimm grunngerðir af bragði Flestir kannast við bragðtegundirnar sætt, salt, beiskt og súrt Færri kannast líklega við bragðtegundina umami þrátt fyrir að langflestir hafi fundið bragðið Það finnst til dæmis í tómötum, sumum tegundum þara, spínati, skeldýrum, kjöti, sterkum osti og sojasósu Stundum skynjar tungan bragðtegundirnar einar og sér en oftast eru þær blandaðar saman og þannig verður matur mismunandi á bragðið Umami er oft notað til þess að draga fram aðrar bragðtegundir Lyktarskynið skiptir meira máli fyrir líkamann heldur en margir halda Með lyktarskyni áttar fólk sig til dæmis á því hvort matur sé skemmdur eða hvort það sé kviknað í Nefið er eitt lykilskynfæra líkamans og hjálpar honum að skynja lykt Mannslíkaminn getur greint um 10 000 mismunandi tegundir af lykt Nefið nýtir sérstakar skynfrumur sem nema lykt ofarlega í nefinu Þessar skynfrumur kallast lyktarskynfrumur Þegar loft kemur inn í nefið hreinsa bifhárin loftið Bifhárin sjá einnig um að vísa loftinu upp í átt að skynfrumum Það er slæmt fyrir líkamann ef bifhárin starfa ekki rétt en bifhárin geta t d lamast af völdum reykinga Bragð-, sjón- og lyktarskyn vinna saman Bragðlaukarnir á tungunni skynja bragðið en tungan getur skynjað sætt og súrt bragð án lyktarskynsins Hinar bragðtegundirnar getur tungan aðeins skynjað í samstarfi við lyktarskynið Stundum dofnar lyktarskynið, t d þegar einstaklingar verða veikir Þegar það gerist dofnar bragðskynið líka Margir hafa upplifað þetta þegar þeir hafa verið kvefaðir Bragðlaukar endurnýja sig á 10 daga fresti. Vissir þú?

40 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Lyktarskyn annarra dýra Sum dýr eru með mun sterkara lyktarskyn en mannfólk Til dæmis getur ísbjörn fundið lykt af dauðum sel úr u þ b 20 km fjarlægð Hér er hundur í snjóflóðaleit Hundar geta verið mun fljótari að finna fólk ef snjóflóð fellur heldur en manneskjur Hundar eru með a m k þúsund sinnum betra þefskyn en fólk Fólk hefur notið góðs af þefskyni hunda við ýmsar aðstæður Til dæmis hafa hundar verið þjálfaðir til að leita að fólki, dýrum, fíkniefnum og ýmsu öðru Hundar geta einnig þefað uppi ýmsa sjúkdóma og látið vita ef eitthvað amar að Ógeðslegt en satt: Hnerri kemur út úr nefinu á 160 km/klst. hraða Vissir þú? Að lykt ferðast hraðar í heitu lofti heldur en köldu lofti. Til dæmis ef fólk prumpar í köldu rými dreyfist prumpulyktin hægar en í heitu rými. Vissir þú?

41 Náttúrulega 2 │ 2. kafli HEILBRIGÐI, HORMÓN OG HREINSIKERFI HREINSISTÖÐVAR LÍKAMANS Í líkamanum eru líffæri sem stundum eru kölluð hreinsistöðvar líkamans Þetta eru lifrin og nýrun Hlutverk þeirra er að hreinsa óþörf og skaðleg efni úr líkamanum og losa okkur við þau Lifrin er stærsta líffærið inni í líkamanum en hún vegur um 1,4 kg í fullorðnum einstaklingi Lifrin er afkastamikil en á hverri mínútu hreinsar hún rúmlega lítra af blóði Í blóðinu eru ýmis gagnleg efni sem líkaminn þarfnast en í því eru líka efni sem líkaminn þarfnast ekki Lifrin sundrar efnum sem eru óþörf eða skaðleg og sendir áfram til nýrnanna Lifrin býr til gall sem er efni sem hjálpar okkur að melta fitu Gall er geymt í gallblöðru og er losað eftir þörfum inn í meltingarkerfið Þurfa óæskilegu efnin ekki að komast út úr líkamanum? Lifrin er hægra megin, neðarlega í brjóstkassanum og við neðstu rifbeinin Hvað gerir líkaminn við óæskileg efni? Ræðum saman Hvað veist þú um hormón? Hvað gerir ónæmiskerfið? Hvað getur þú gert til að auka líkurnar á heilbrigðu lífi?

42 Náttúrulega 2 │ 2. kafli 1 2 3 4 5 6 7 8 Margvísleg hlutverk Lifrin er ekki aðeins hreinsistöð Hlutverk hennar eru meðal annars að: • búa til gall sem hjálpar líkamanum að melta fitu, • geyma ýmis vítamín og steinefni, • virkja D-vítamín, • eyða ónýtum hvít- og rauðkornum, • framleiða blóðprótín sem eru mikilvæg fyrir blóðstorknun, súrefnisflutning og ónæmiskerfið Nýrun eru aðeins um 140 grömm hvort Þegar lifrin hefur unnið sitt verk taka nýrun við hreinsunarferlinu Í þeim eru örsmáar síur sem sjá um að skilja óþörf og skaðleg efni frá blóðinu og losa líkamann við þau Það gera þau í gegnum þvagpípurnar sem eru eins konar leiðslur frá nýrunum niður í þvagblöðruna Þennan vökva köllum við þvag (piss) Þvag er vatn og ýmis önnur efni sem líkaminn er að losa sig við Hægt er að sjá á litnum á þvaginu hvort þú drekkur nóg vatn Það á helst að vera ljóst Þannig að við losnum við óæskileg efni úr líkamanum með því að pissa! Hægt er að sjá á litnum á þvaginu hvort þú drekkur nóg vatn. Það á helst að vera ljóst. … og margt fleira Nýru

43 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Skorpulifur Skorpulifur verður til þegar örvefur hefur myndast í stað heilbrigðra frumna í lifrinni Hindrað blóðstreymi er til lifrarinnar svo hún getur ekki sinnt mikilvægu hlutverki sínu sem gerir það að verkum að einstaklingur verður mjög veikur Nýrnabilun Þegar nýrun geta ekki sinnt hlutverki sínu, sem er að losa líkamann við úrgangsefni og umframvökva, er talað um nýrnabilun Ýmsir sjúkdómar, sýkingar og lyf geta orsakað nýrnabilun Líffæragjöf Þegar manneskja er langt leidd af skorpulifur eða nýrnabilun getur lifrar- eða nýrnaígræðsla verið eina leiðin til að bjarga lífi hennar Að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið annað nýra sitt eða hluta af lifur til annars einstaklings sem á því þarf að halda Hægt er að lifa eðlilegu lífi með aðeins eitt nýra og lifur endurnýjar sig og nær fullri stærð og virkni á nýjan leik eftir einhvern tíma Aðgerðir af þessu tagi eru þó ekki hættulausar en góður árangur hefur aukist umtalsvert síðastliðin ár Heilbrigð lifur Skorpulifur

44 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Við getum gert ýmislegt til að styðja við góða líkamsstarfsemi Hreyfing og góð næring gegnir lykilhlutverki Fjölbreytt, næringarrík og lítið unnin fæða er æskilegt val Best er að fæðan sé sem náttúrulegust með litlu af viðbættum sykri og aukaefnum Helstu næringarefnin eru prótín (byggingarefni fyrir líkamann), fita (orkugjafi), kolvetni (orkugjafi) ásamt mörgum gerðum vítamína og steinefna Í hinum ýmsu fæðutegundum eru mismunandi næringarefni þannig að mikilvægt er að borða fjölbreytta fæðu til að líkaminn fái öll næringarefni sem hann þarf til að starfa rétt Trefjar eru einnig mikilvægar í fæðunni vegna þess að þær hjálpa til við meltinguna Við getum flest stundað alls konar hreyfingu og mismunandi hvað hver og einn velur Hreyfing er mikilvæg til að viðhalda starfsemi líffærakerfa líkamans Vöðvar okkar myndu til dæmis hrörna ef við hreyfðum okkur ekki Til viðmiðunar er gott að velja sér þannig hreyfingu að við finnum hjartað slá örar og svitnum örlítið, helst daglega VELJUM GÓÐA NÆRINGU OG HREYFINGU Geimfarar nota vöðvana minna í þyngdarleysi og þurfa að passa upp á að hreyfa sig til að halda vöðvum sínum við

45 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Lykilatriði fyrir íþróttafólk sem vill ná árangri er að ná góðum svefni, nærast vel og drekka nægan vökva Öll atriði verða að vera til staðar til að eiga möguleika á að ná sem bestum árangri Við ættum að borða ávexti og grænmeti daglega Í þeim eru mikilvæg vítamín, steinefni og trefjar sem eru líkamanum nauðsynleg Í ávöxtum eru einnig kolvetni Baunir, hnetur, fræ og grænt grænmeti inniheldur prótín, trefjar og ýmis vítamín Fiskur, egg, mjólkurvörur og kjöt er ríkt af prótínum og vítamínum Takmarka ætti unnar kjötvörur og borða rautt kjöt í hófi Heilkorn eru rík af trefjum, vítamínum og steinefnum Flestum er ráðlagt er að velja heilhveiti, rúg, bygg, gróft spelt, hafra, híðishrísgrjón og þess háttar í stað þess að nota fínunnar vörur eins og hvítt hveiti Í fitu má finna mikilvægar fitusýrur en ekki er öll fita jafngóð Mikilvægt er að fólk velji hollari mjúka fitu sem er í feitum fiski og jurtaríkinu, t d í hnetum, fræjum, lárperum og jurtaolíum Gott getur verið að leita að skráargatinu á umbúðum matvæla Það vísar okkur á mat sem inniheldur hollari fitu, meira af heilkorni, minni sykur og minna salt

46 Náttúrulega 2 │ 2. kafli VÖNDUM VALIÐ Til eru lögleg efni sem eru skaðleg, sérstaklega ef þau eru notuð í óhófi Þess vegna er mikilvægt að þekkja virkni þeirra og mögulega skaðsemi Þetta er mikilvægt til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir líkamlega og andlega heilsu og vellíðan Meðal þess sem veldur erfiðleikum við notkun þessara efna er að þau geta verið mjög ávanabindandi sem getur gert erfitt fyrir fólk að hætta að nota þau Koffín Fólk sækir í koffín vegna þess að það hefur örvandi áhrif á líkamann, örvar heilann og eflir vökuástand Neikvæðar aukaverkanir eru samt sem áður margar, s s svefnleysi, kvíði, pirringur og hraður hjartsláttur Mikilvægt er því að gæta hófsemi þegar kemur að neyslu koffíns Þetta á bæði við um kaffi og orkudrykki ORKUDRYKKUR KOFFÍN Reykingar, veip og munntóbak Nikótín er eitt af þeim efnum sem finnst í tóbaki eins og sígarettum, munntóbaki og mörgum gerðum af veipi Það hefur slakandi áhrif á líkamann Tóbak eykur líkurnar á flestum tegundum krabbameins og veldur hækkun á hjartslætti og blóðþrýstingi Fleiri skaðleg efni finnast í sígarettum, rafrettum og munntóbaki Í þeim hafa einnig fundist krabbameinsvaldandi efni Áfengi Þegar fólk drekkur áfengi hættir það oft að hafa áhyggjur af félagslegum hömlum en áfengi getur aukið eða minnkað ýmsar tilfinningar Samt sem áður þarf að hafa varann á því skert dómgreind, þvoglumælgi, óstöðugt göngulag, hægari viðbrögð og stjórnlausar tilfinningar eru á meðal neikvæðra aukaverkana

47 Náttúrulega 2 │ 2. kafli áfengisneyslu Langvarandi misnotkun getur skaðað taugafrumur sem leiðir til vitsmunaskerðingar Einnig getur fólk skemmt í sér lifrina með mikilli ofneyslu Hér skiptir máli að neysla sé þannig að hreinsikerfi líkamans og önnur líffæri ráði við það og að drukkið sé þannig að einstaklingur sýni ábyrga hegðun gagnvart sér og öðrum Af hverju 20 ára? Margir unglingar velta fyrir sér þeirri staðreynd að ekki er löglegt að drekka áfengi fyrr en eftir tvítugt á sama tíma og sjálfræðisaldur er 18 ár á Íslandi Ástæðan er sú að heili ungmenna er enn á mikilvægu þroskaskeiði Í raun er heilinn ekki fullþroskaður fyrr en fólk verður um 25 ára Þar sem heili ungmenna er á mikilvægu þroskaskeiði er hann viðkvæmari fyrir hvers konar truflunum, s s ölvunardrykkju Ef fólk velur að drekka áfengi er gott að bíða með það eins lengi og hægt er þar sem einstaklingar eru áhættusæknari á meðan heilinn hefur ekki náð fullum þroska heldur en seinna á lífsleiðinni Því seinna sem fólk prófar áfengi því minni eru líkurnar á að það þrói með sér áfengissýki eða prófi önnur hættuleg efni sem geta valdið seinkun á þroska eða haft aðrar neikvæðar afleiðingar Ýmsar tegundir ólöglegra vímuefna eru til Eiginleikar þeirra eru ólíkir og hafa mismunandi áhrif á líkamann bæði varðandi eiginleika vímunnar og skaðsemi Sum efni eru hættulegri en önnur og alltaf má gera ráð fyrir þeim möguleika að fleiri skaðlegum efnum hafi verið blandað saman við efnin Efnin geta verið mjög ávanabindandi og því reynst mörgum erfitt að hætta þegar í óefni er komið Einstaklingar hafa leitað í vímuefni til að upplifa jákvæða tilfinningu eins og sjálfsöryggi og vellíðan Þær tilfinningar dvína þó þegar fólk notar vímugjafann og það getur misst eiginleikann til að upplifa góðar tilfinningar við aðstæður án vímuefna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=