Náttúrulega 2

124 Náttúrulega 2 │ 5. kafli EFNAFRÆÐI Allt sem finnst í kringum okkur er búið til úr frumefnum Þessum frumefnum, sem flest finnast í náttúrunni, er raðað upp í töflu sem kallast lotukerfi Í henni má finna alls kyns upplýsingar um efnin og hvernig þau tengjast Nú eru þekkt 118 frumefni og af þeim finnast 94 í náttúrunni Við höfum náð að búa til hin 24 á tilraunastofum eftir margra ára rannsóknir Frumefni eru alltaf táknuð með einum stórum staf eða einum stórum og einum litlum staf Stafurinn eða stafirnir eru einnig efnatákn frumefnanna Í lotukerfinu kemur einnig fram númer eða sætistala allra frumefna og líka massi efnisins Engin tvö efni hafa sama frumeindamassa Röðun efna í lotukerfnu er ekki tilviljun Þeim er raðað eftir sætistölu og flokkarnir sem eru lóðrétt niður hafa sameiginlega eiginleika Ræðum saman Þekkir þú einhver frumefni? Hefur þú blandað saman efnum og breytt þeim í önnur? Þekkir þú sýrur eða basa?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=