Náttúrulega 2

70 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Hér má sjá bæði fermt og ófermt skip Hefur þú velt fyrir þér hvernig stórir og þungir hlutir eins og stálskip geta haldist á floti á meðan lítill hlutur eins og stálnagli sekkur? Þrátt fyrir að skip séu úr stáli er mikið af lofti fast í því og þannig nægir flotkrafturinn til að halda skipinu á floti Raunar ryðja þannig skip frá sér mjög miklu vatni og því verkar mjög mikill flotkraftur á það Fullfermd skip liggja dýpra í sjónum en skip sem eru með lítinn farm innanborðs vegna þess að eðlismassi skipsins verður meiri Komist sjór inn í skipið getur eðlismassi þess aukist og hætta er á að skipið sökkvi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=