Náttúrulega 2

102 Náttúrulega 2 │ 4. kafli GEIMBÚNINGAR Þegar til stóð að senda fólk út í geim ríkti mikil óvissa um hvernig búningum geimfarar ættu að klæðast Geimbúningar eru ekki bara fatnaður heldur eru þeir í rauninni eins og lítið geimfar sem ver geimfarann fyrir hættum geimsins Geimbúningurinn veitir geimfaranum súrefni, geymir vatn til þess að drekka ásamt því að passa að geimfaranum verði ekki of heitt eða kalt Geimbúningar eru einnig úr mjög sterku efni sem verndar geimfarana fyrir alls kyns hættum, t d geimryki sem ferðast hraðar en byssukúlur Geimfarinn er í búningnum á meðan hann rannsakar geiminn fyrir utan geimfarið Inni í geimfarinu getur geimfarinn farið úr búningnum Geimfarinn getur verið um 7 klst í einu í búningnum fyrir utan geimfarið BÚNINGURINN Búningurinn er hvítur á litinn þar sem efnið er búið til úr mjög fínu kísiltrefjaefni Þetta efni brennur ekki og þolir allt að 650 °C Búningurinn er svo húðaður með þunnu lagi af tefloni Stundum eru geimbúningar litaðir appelsínugulir en það er til þess að auðvelt sé að koma auga á geimfarann NÆRFÖTIN Nærfötin eru gerð úr örþunnum plastleiðslum sem eru nokkrir tugir að lengd Inni í leiðslunum er vatn sem hægt er að kæla og hita Þetta hjálpar geimfaranum að halda á sér hita og passa að hann svitni ekki of mikið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=