Náttúrulega 2

22 Náttúrulega 2 │ 1. kafli ALGENG TRÉ OG PLÖNTUR Á ÍSLANDI Baldursbrá finnst víða, t d í fjörusandi og þéttbýli Áður fyrr var seyði af henni notað til heilsubóta, t d sem lækningarmáttur á kvensjúkdómum Holtasóley er harðger planta sem finnst um allt land og er þekkt sem þjóðarblóm Íslendinga Algengt er að hún sé ein fyrsta plantan til að nema land á beru landsvæði Hún finnst þó einnig hátt til fjalla og þrífst því vel á Íslandi Geldingahnappur er algengur um allt land Hann vex við erfið vaxtarskilyrði eins og á hálendinu, söndum og melum Jöklasóley er lágvaxin planta sem vex hátt til fjalla Hún þrífst best á grýttum melum og klettum Birki myndar bæði skóga og kjarr og er algengasta skógartréð hér á landi Frjókorn birkis eru í reklum og dreifast með vindi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=