Náttúrulega 2

88 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Sjórinn við fjörur Íslands, eins og annars staðar, nær mishátt upp í fjöruna Stundum er flóð og stundum fjara Breytingin úr flóði yfir í fjöru og aftur í flóð tekur um 12,5 klukkustundir og því er oftast tvisvar flóð og tvisvar fjara á einum sólahring Þegar sjórinn er sem lægstur er fjara Skemmtilegt getur verið að skoða fjöruna við þær aðstæður því þá finnst mesta fánan í fjörunni Flóð og fjara kallast einu heiti sjávarföll Þau verða vegna þess að tunglið og sólin toga hafið mismunandi mikið til sín á mismunandi stöðum á Jörðinni Áhrifin frá tunglinu eru meiri enda tunglið töluvert nær Jörðinni en sólin Flóð verður á þeim stöðum sem snúa að og frá tunglinu Á hinum stöðunum verður þá fjara Þyngdarkraftur tunglsins Þyngdarkraftur sólar Háflóð FLÓÐ OG FJARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=