Náttúrulega 2

90 Náttúrulega 2 │ 4. kafli SÓLIN Sólin okkar er fastastjarna Sólir, eins og okkar sól, eru skínandi gashnettir sem oftast eru með reikistjörnur sem snúast í kringum þær á sporbaugum Sólin okkar er mjög heit eða u þ b 5500°C á yfirborðinu Sólin er líka mjög langt í burtu frá Jörðinni en geislar hennar eru u þ b 8 mínútur á leiðinni til Jarðar Þetta þýðir að þegar horft er á sólina frá Jörðu er hún eins og hún var fyrir 8 mínútum Í KRINGUM SÓLINA Til eru mörg sólkerfi í heiminum Það sólkerfi sem við þekkjum best er sólkerfið okkar en það samanstendur af sólinni og öllu sem snýst í kringum hana Þetta eru reikistjörnurnar átta, tunglin í kringum þær, smástirnin og fleira Þessir hlutir snúast í kringum sólina á svokölluðum sporbaugum Reikistjörnurnar eru hver á sínum sporbaug og kraftur frá sólinni togar í þær allar Þarna er þyngdarkrafturinn aftur að verki og vegna hans komast þær aldrei langt frá sólinni Brautir reikistjarnanna í kringum sólu eru ekki alveg hringlaga eins og margir halda heldur eru þær sporöskjulaga Flestar reikistjörnurnar eiga síðan fylgitungl sem eru á sporbaug um þær líkt og tunglið sem ferðast um Jörðina okkar Sólin er það langt í burtu að það tæki u.þ.b. 17 ár að fljúga með farþegaþotu að henni! Heitir formið sporaskja af því að það er eins og sporbaugur eða kallast sporbaugur því nafni af því að hann er í laginu eins og sporaskja?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=