Náttúrulega 2

40 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Lyktarskyn annarra dýra Sum dýr eru með mun sterkara lyktarskyn en mannfólk Til dæmis getur ísbjörn fundið lykt af dauðum sel úr u þ b 20 km fjarlægð Hér er hundur í snjóflóðaleit Hundar geta verið mun fljótari að finna fólk ef snjóflóð fellur heldur en manneskjur Hundar eru með a m k þúsund sinnum betra þefskyn en fólk Fólk hefur notið góðs af þefskyni hunda við ýmsar aðstæður Til dæmis hafa hundar verið þjálfaðir til að leita að fólki, dýrum, fíkniefnum og ýmsu öðru Hundar geta einnig þefað uppi ýmsa sjúkdóma og látið vita ef eitthvað amar að Ógeðslegt en satt: Hnerri kemur út úr nefinu á 160 km/klst. hraða Vissir þú? Að lykt ferðast hraðar í heitu lofti heldur en köldu lofti. Til dæmis ef fólk prumpar í köldu rými dreyfist prumpulyktin hægar en í heitu rými. Vissir þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=