Náttúrulega 2

3 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Kæru nemendur Í náminu og lífinu almennt munuð þið rekast á ýmislegt sem þið skiljið ekki Þegar það gerist hafið þið tvo valmöguleika Þið getið gefist upp og ekki lært neitt eða þið getið byrjað að leita að upplýsingum sem ykkur vantar til að leiða ykkur að rétta svarinu Hlutverk vísindafólks er að leita svara við spurningum og að spyrja spurninga Ef enginn prófaði nýja hluti væruð þið ekki að lesa þennan texta því samfélagið hefði ekki þróast Í bókinni prófið þið ykkur áfram í ýmsum greinum vísindanna og vinnið eftir vísindalegum aðferðum Í hvert skipti sem þið tileinkið ykkur nýja þekkingu stækkar þekkingabankinn og auðveldara verður að tileinka sér enn frekari þekkingu með því að byggja á því sem þið vitið nú þegar Í hvert skipti sem þekkingu er miðlað til annarra eykst skilningur annarra og þá er hægt að byggja ofan á þeirra þekkingu Vísindafólk getur verið allskonar og finnst í öllum greinum Það getur verið á öllum aldri og í allskonar líkömum Ekki gleyma því að það voru börn og unglingar sem áttu hugmyndirnar að þróa blindraletur, trampólín og jólaseríur Margir hafa svo lagt eitthvað til svo hægt sé að þróa hugmyndirnar og úr urðu fyrirbæri sem notuð eru um allan heim Nýsköpun er af hinu góða og hugmyndir barna eru jafn mikilvægar og fullorðna og þið skulið ekki gleyma því að þið getið líka verið með í flokki fólks sem kallar sig vísindafólk

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=