Náttúrulega 2

84 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Jörðinni er skipt í tvo hluta með skiptingu sem kallast miðbaugur Norðurhlutinn kallast norðurhvel og suðurhlutinn suðurhvel Jörðin snýst í kringum sjálfa sig en hún snýst þó alls ekki beint Hægt er að ímynda sér að priki sé stungið í gegnum Jörðina miðja Auðvitað er ekki raunverulegt prik til staðar en það hjálpar okkur að sjá þetta betur fyrir okkur Sú lína sem þetta ímyndaða prik fer í gegnum Jörðina kallast möndull Möndull Jarðar hallar síðan um 23° frá beinni stöðu Þessi halli kallast möndulhalli og gerir að verkum að árstíðir myndast á Jörðinni Þegar suðurhvelið hallar að sólinni er sumar þar en vetur á norðurhveli Dimmasti dagur ársins á Íslandi er við vetrarsólstöður sem oftast fellur á 21 desember Sá sólarhringur er jafnmargar mínútur og aðrir dagar en þennan dag er minnsta birtan Jafndægur eru þegar nótt og dagur eru nánast jafnlöng Þetta gerist tvisvar á ári og kallast þá vorjafndægur og haustjafndægur Miðbaugur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=