Náttúrulega 2

97 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Hitinn á innri reikistjörnunum er mældur við yfirborð plánetnanna. MARS Þrátt fyrir að Mars sé töluvert minni en Jörðin er Mars sú pláneta sem er líkust Jörðinni á marga vegu Möndulhallinn er svipaður og þess vegna eru líka árstíðir þar Umferðartími ummöndul er 24,6 klst sem þýðir að hver dagur er álíka langur og á Jörðinni Á Mars eru skautin einnig þakin ís líkt og á Jörðinni Stærsta þekkta eldfjall sólkerfisins er Ólympusfjall á Mars en það er 24 km hátt og u þ b 500 km í þvermál Það er næstum jafnhátt og þrjú Everest fjöll og tvöfalt stærra en Ísland að flatarmáli! Röð frá sólu 4 Fjarlægð frá sólu 228 milljón km Þvermál við miðbaug 6 794 km Fjöldi þekktra tungla 2 Umferðartími um sólu Rúmlega 1 ár og 10 mánuðir Snúningstími um möndul 24,6 klukkustundir Hitastig –63 °C Litur Rauður, brúnn og gullinn Möndulhalli 25° Sérkenni Sú pláneta sem er líkust Jörðinni Á Mars er stærsta eldfjall sólkerfisins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=