Náttúrulega 2

96 Náttúrulega 2 │ 4. kafli JÖRÐIN Heimilið okkar, plánetan Jörð, er sú reikistjarna sem við þekkjum best Hér eigum við heima Margir eiga erfitt með að hugsa sér að heimurinn geti verið stærri en þessi pláneta Enda er margt sem fólk veit ekki enn hvernig virkar á Jörðinni og enn þá finnast dýra- og plöntutegundir sem enginn hefur fundið áður Samt sem áður er Jörðin bara ein af átta reikistjörnum í sólkerfinu okkar Sömuleiðis getur verið skrítið að hugsa sér að sólkerfið okkar sé bara eitt af mörgum slíkum í heiminum Röð frá sólu 3 Fjarlægð frá sólu 150 milljón km Þvermál við miðbaug 12 756 km Fjöldi þekktra tungla 1 Umferðartími um sólu 365,25 dagar Snúningstími um möndul 24 klst Hitastig 15 °C Litur Blá, brún, græn og hvít Möndulhalli 23° Sérkenni Eina plánetan þar sem líf hefur fundist

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=