Náttúrulega 2

62 Náttúrulega 2 │ 3. kafli Þegar bolta er skotið á körfu er margt sem stýrir því hvort hann fer ofan í körfuna eða ekki Kraftur frá höndunum verkar á boltann og styrkur stýrir því hversu langt boltinn fer Þyngdarkraftur Jarðar togar í boltann og því skiptirmáli að krafturinn frá líkamanumsémeiri en þyngdarkrafturinn Hvernig körfuboltaskotið er tekið stýrir því í hvaða átt boltinn fer Eftir því sem boltinn er kominn nær körfunni hægist á honum því að loftmótstaðan, kraftur sem verður til þegar boltinn skellur á eindum í andrúmsloftinu, hægir á boltanum Hlutur sem ferðast í gegnum loft þarf nefnilega að ýta frá sér loftinu sem hann ferðast í gegnum Á tunglinu er t d ekkert andrúmsloft og ekki lofthjúpur og því falla hlutir með ólíka lögun á sama hraða til yfirborðs, t d steinn og fjöður Taktu tvö jafnstór pappírsblöð Krumpaðu annað saman Slepptu báðum blöðunum á sama tíma og fylgstu með því sem gerist Þó að jafn mikill þyngdarkraftur verki á bæði blöðin fellur krumaða blaðið hraðar til jarðar Ástæðan er að krumpaða blaðið þarf að ýta (ryðja) minna af lofti frá við fallið Það er minni loftmótstaða PRÓFAÐU! LOFTMÓTSTAÐA TILRAUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=