Náttúrulega 2

130 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Þeir sem hafa bitið í sítrónubát eða súrt nammi þekkja grettuna sem oft fylgir því að borða súran mat Margir ávextir eru súrir en sítrónan er með því súrara sem við borðum Súrir ávextir innihalda sýrur sem framkalla súra bragðið Nammi er gert súrt með svipuðum efnum Andstæðan við súrt er basískt og dæmi um það er tannkrem, krít og lyftiduft Bæði sýrur og basar geta verið sterk og því þarf að fara varlega með slík efni Þessi efni eru oft merkt sérstaklega STERKT EITUR EITUR HÆTTULEGT HEILSU ERTANDI ÆTANDI Sýrustig, eða ph gildi, ákvarðar hversu súrt eða basískt efni er Þegar sýru og basa er blandað saman hlutleysast þau sem þýðir að efnin jafna hvort annað út Mælikvarði fyrir sýru og basa nær frá 0 upp í 14 Efni eru súr ef þau eru með sýrustig 1 til 6, hlutlaus ef það er 7 og basísk ef það er rúmlega 7 til 14 Dæmi um algengar sýrur í umhverfinu eru t d kolsýra og ediksýra og algengir basar eru matarsódi og sápa Matvæli sem eru súr eru varasöm þar sem þau geta skemmt glerunginn sem ver tennurnar Þess vegna skiptir máli að passa vel upp á tannheilsu Sterkar sýrur hafa ertandi áhrif á það sem þær komast í snertingu við Til að sjá hvers vegna mikilvægt er að fara varlega með sýrur skaltu prófa að setja soðið egg í glas sem er full af ediksýru og fylgjast með í nokkra daga Hvað gerist? PRÓFAÐU! SÚR EGG TILRAUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=