Náttúrulega 2

35 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Af hverju kemur prumpulykt? Neðst í þörmunum eru bakteríur sem brjóta niður næringuna sem líkaminn notar ekki Þegar þær gera þetta losa þær gas sem gefur frá sér slæma lykt Kúkurinn Þar sem líkaminn er það sem hann borðar þá skilar hann einnig frá sér úrgangi af því sem hann borðar Kúkur getur sagt okkur ýmislegt um heilsuna Til að hafa góðar hægðir þarf líkaminn til dæmis að borða holla og trefjaríka fæðu, fá nóg vatn og hreyfingu Ef við erum með hægðartregðu er kúkurinn harður og erfitt að koma honum frá sér og því geta fylgt verkir í kvið Stundum fær fólk niðurgang, þá getur líkaminn orðið fyrir vökvatapi og mikilvægt að drekka vel Ef fólk er með niðurgang í nokkra daga þarf að leita til læknis Liturinn á kúknum getur einnig sagt til um heilsu líkamans, kúkurinn ætti að vera dökk brúnn, aðrir litir eru ekki æskilegir Að gubba Ef maginn skynjar eitthvað sem er óæskilegt fyrir líkamann þrýstir hann sér saman og reynir að skila fæðunni aftur sömu leið til baka Þegar þetta gerist finnur einstaklingur fyrir ógleði og þarf að gubba Magasár Fólk getur fengið sár í magann Það gerist þegar slímið í maganum er of þunnt og sýran ertir eða brennir sár innan á magann Fólk hefur aðeins einn maga en kýr hafa fjóra!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=