Náttúrulega 2

125 Náttúrulega 2 │ 5. kafli Um 20% af mannslíkamanum er kolefni Önnur efni í mannslíkamanum eru m a súrefni, vetni, nitur og járn Flest allt sem finnst í kringum okkur er ekki hreint efni heldur samblanda margra efna s s andrúmsloftið, jarðvegurinn og meira að segja morgunkorn og mjólk Allt þetta er þó hægt að greina í nokkur (eða mörg) hrein efni Þessu má líkja við einhvern sem er að kubba og blandar sama mörgum mismunandi litum og stærðum í kubbalistaverkið Það er síðan alltaf hægt að taka kubbana sundur eða flokka þá eftir lit og stærð Hvert efni hefur þá sinn lit og stærð Sumt efni er alltaf eins blanda og er þá kallað efnasamband Dæmi um efnasamband er hreint vatn (H2O), borðsalt (NaCl) og koltvíoxíð (CO2) Þá er blandan alltaf nákvæmlega eins og í sömu hlutföllum Stundum er efni blandað saman en ekki alltaf í nákvæmlega eins hlutföllum og það kallast efnablanda Dæmi um efnablöndu er mjólk, sjór og safi Munurinn á efnasambandi og efnablöndu er þá að annað fylgir algjörlega ákveðinni uppskrift en ekki hitt Uppskriftin kallast efnaformúla Efnasamband Efnablanda

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=