Náttúrulega 2

77 Náttúrulega 2 │ 3. kafli • Lögmál Arkimedesar segir að flotkraftur á hlut sem dýft er í vökva sé jafn stór og þyngd vökvans sem hluturinn ryður frá sér • Ef eðlismassi hlutar er meiri en eðlismassi vökva sekkur hann • Ef eðlismassi hlutar er minni en eðlismassi vökva flýtur hann • Ef eðlismassi hlutar er jafnmikill og eðlismassi vökvans þá flýtur hann hvorki upp né sekkur Bátur flýtur, flugvél flýgur • Lengdareiningar eru notaðar til að mæla lengd hluta og vegalengdir Notuð er grunnmælieiningin metri • Tími er mældur með grunneiningunni sekúnda • Þyngd er oft ruglað saman við massa Þyngd er kraftur sem er háður þyngdarkraftinum en massi segir til um hve efnismagn hlutar og er mælt í kílógrömmum Magn, massi og mælingar SAMANTEKT • Þyngdarkrafturinn veldur því að jörðin togar allt til sín • Núningskraftur er mismikill eftir yfirborði hluta Hrjúft yfirborð hefur meiri núning og hægir hraðar á hreyfingu en slétt yfirborð • Hlutur heldur hreyfingu sinni nema utanaðkomandi kraftur breyti þeirri hreyfingu • Hlutur á hreyfingu sem ferðast í gegnum loft þarf að ýta frá sér loftinu í kringum sig • Sumir hlutir eru segulmagnaðir og þeir hlutir verka með krafti á aðra segulmagnaða hluti s s ísskápssegull • Kraftar eru mældir með kraftmælum sem eru mælitæki með gormi inni í Mælieiningin fyrir kraft kallast njúton og er táknuð með N Kraftar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=