Náttúrulega 2

32 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Sumir finna fyrir stingandi verk í enni þegar þeir borða eitthvað kalt, t d ís Það er stundum kallað heilakul Þetta þýðir þó ekki að heilinn sé að frjósa, heldur gerist það þegar taugaendar í efri gómi nema eitthvað mjög kalt Þá fara sársaukaboð til heilans sem bregst við með því að senda skilaboð um að víkka æðar á þessu svæði Þegar þessi skilaboð berast eykst blóðstreymið skyndilega sem orsakar þennan verk í enninu sem við finnum við heilakul Til að koma í veg fyrir heilakul getur verið gott að passa að ekki of mikið af köldum mat/drykk snerti efri góminn, taka minni bita af ísnum og borða hægar HVAÐ GERIST ÞEGAR VIÐ FÁUM HEILAKUL? HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=