Náttúrulega 2

42 Náttúrulega 2 │ 2. kafli 1 2 3 4 5 6 7 8 Margvísleg hlutverk Lifrin er ekki aðeins hreinsistöð Hlutverk hennar eru meðal annars að: • búa til gall sem hjálpar líkamanum að melta fitu, • geyma ýmis vítamín og steinefni, • virkja D-vítamín, • eyða ónýtum hvít- og rauðkornum, • framleiða blóðprótín sem eru mikilvæg fyrir blóðstorknun, súrefnisflutning og ónæmiskerfið Nýrun eru aðeins um 140 grömm hvort Þegar lifrin hefur unnið sitt verk taka nýrun við hreinsunarferlinu Í þeim eru örsmáar síur sem sjá um að skilja óþörf og skaðleg efni frá blóðinu og losa líkamann við þau Það gera þau í gegnum þvagpípurnar sem eru eins konar leiðslur frá nýrunum niður í þvagblöðruna Þennan vökva köllum við þvag (piss) Þvag er vatn og ýmis önnur efni sem líkaminn er að losa sig við Hægt er að sjá á litnum á þvaginu hvort þú drekkur nóg vatn Það á helst að vera ljóst Þannig að við losnum við óæskileg efni úr líkamanum með því að pissa! Hægt er að sjá á litnum á þvaginu hvort þú drekkur nóg vatn. Það á helst að vera ljóst. … og margt fleira Nýru

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=