Náttúrulega 2

53 Náttúrulega 2 │ 2. kafli Eyrað virkar eins og trekt sem safnar saman hljóðbylgjum svo heilinn geti skilið betur umhverfi sitt Flest hljóð greinir heilinn án þess að viðkomandi verði sérstaklega meðvitaður um það Ysti hluti eyrans eða ytra eyrað hefur það hlutverk að safna saman bylgjunum og vísa þeim innar í eyrað Bylgjurnar lenda á hlustinni og bera hljóðið inn í miðeyrað sem er fullt af lofti en þar eru þrjú lítil bein, hamar, steðji og ístað Þessi bein slást saman og bera bylgjurnar áfram í átt að kuðungnum í innra eyranu Í miðeyranu magnast hljóð og geta sveiflurnar orðið 10 sinnum sterkari Kuðungurinn í innra eyranu er fullur af vökva Hvert slag í hljóðbylgju lætur vökvann titra og inni í kuðungnum eru hár sem bera hljóðið að lokum inn að heyrnartauginni Hún ber svo skilaboðin frá eyranu og inn í heilann sem túlkar bylgjurnar Í miðeyranu er stjórnstöð jafnvægis og þar er líka ástæðan fyrir því að við fáum stundum hellu fyrir eyrun Hamar Ístað Kuðungur Heyrnartaug Steðji Ytra eyra Miðeyra Innra eyra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=