Náttúrulega 2

39 Náttúrulega 2 │ 2. kafli LYKT Áður fyrr var talið að tungan gæti greint fjórar grunngerðir af bragði: Sætt, salt, beiskt og súrt Síðar komust vísindamenn að því að tungan greinir enn eina grunngerð af bragði sem kallast umami Því greinir tungan fimm grunngerðir af bragði Flestir kannast við bragðtegundirnar sætt, salt, beiskt og súrt Færri kannast líklega við bragðtegundina umami þrátt fyrir að langflestir hafi fundið bragðið Það finnst til dæmis í tómötum, sumum tegundum þara, spínati, skeldýrum, kjöti, sterkum osti og sojasósu Stundum skynjar tungan bragðtegundirnar einar og sér en oftast eru þær blandaðar saman og þannig verður matur mismunandi á bragðið Umami er oft notað til þess að draga fram aðrar bragðtegundir Lyktarskynið skiptir meira máli fyrir líkamann heldur en margir halda Með lyktarskyni áttar fólk sig til dæmis á því hvort matur sé skemmdur eða hvort það sé kviknað í Nefið er eitt lykilskynfæra líkamans og hjálpar honum að skynja lykt Mannslíkaminn getur greint um 10 000 mismunandi tegundir af lykt Nefið nýtir sérstakar skynfrumur sem nema lykt ofarlega í nefinu Þessar skynfrumur kallast lyktarskynfrumur Þegar loft kemur inn í nefið hreinsa bifhárin loftið Bifhárin sjá einnig um að vísa loftinu upp í átt að skynfrumum Það er slæmt fyrir líkamann ef bifhárin starfa ekki rétt en bifhárin geta t d lamast af völdum reykinga Bragð-, sjón- og lyktarskyn vinna saman Bragðlaukarnir á tungunni skynja bragðið en tungan getur skynjað sætt og súrt bragð án lyktarskynsins Hinar bragðtegundirnar getur tungan aðeins skynjað í samstarfi við lyktarskynið Stundum dofnar lyktarskynið, t d þegar einstaklingar verða veikir Þegar það gerist dofnar bragðskynið líka Margir hafa upplifað þetta þegar þeir hafa verið kvefaðir Bragðlaukar endurnýja sig á 10 daga fresti. Vissir þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=