Náttúrulega 2

80 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Mannkynið hefur frá örófi alda dáðst að stjörnunum en stór hluti þeirra er í raun sólir eins og sólin okkar Þessar sólir eru í miklu meiri fjarlægð frá Jörðinni en okkar sól Erfitt er að segja til um hvar geimurinn byrjar en oftast tala vísindamenn um að hann byrji í u þ b 100 km hæð Þannig að bíll sem gæti keyrt beint upp í loftið væri rúmlega klukkustund að keyra út í geim Geimflaug er hins vegar bara nokkrar mínútur að komst þangað þar sem hún fer svo hratt Þegar talað er um stærð á einhverju sem er hnöttótt eins og sólin, Jörðin, reikistjörnurnar og fleira er oftast talað um stærð að þvermáli Þvermál er lengdin á milli tveggja punkta á kúlu sem eru eins langt hvor frá öðrum og hægt er Sumum finnst gott að ímynda sér að prjóni sé stungið í gegnum miðjuna á kúlu Lengdin á þeim hluta af prjóninum sem er inni í kúlunni er þvermál hennar 12 742 km 3 474 km Þvermál Jarðar og tunglsins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=