Náttúrulega 2

99 Náttúrulega 2 │ 4. kafli SATÚRNÚS Satúrnus er næststærsta reikistjarnan og oft þekkt sem plánetan með hringina Samt sem áður er Satúrnus ekki eina reikistjarnan með hringi heldur eru þetta einu hringirnir sem við getum séð frá Jörðu af því að þeir eru svo stórir Hringirnir eru u þ b kílómetri að þykkt og eru að mestu gerðir úr ísögnum Á Satúrnusi er mjög vindasamt og við miðbaug nær vindurinn 500 m/s Röð frá sólu 6 Fjarlægð frá sólu 1 429 milljón km Þvermál við miðbaug 120 536 km Fjöldi þekktra tungla 82 Umferðartími um sólu Tæplega 30 jarðár Snúningstími um möndul 10,5 klst Hitastig –140 °C Litur Gullinn, brúnn og gráblár Möndulhalli 27° Sérkenni Hringir í kringum plánetuna og mikill vindur Við tölum um að það sé ekki ferðafært á Íslandi þegar vindur fer yfir 20 m/s. 500 m/s er því alveg ótrúlegur hraði!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=