Náttúrulega 2

14 Náttúrulega 2 │ 1. kafli Á Svalbarða í Noregi má finna fræbanka sem geymir fræ hundruða þúsunda ólíkra plantna Fræin þarf að geyma við mikinn kulda til að vernda þau frá skemmdum Þau eru geymd í hvelfingu sem er grafin inn í fjall þar sem náttúruleg kæling er til staðar ef tæknibúnaður bilar Markmiðið er að safna fræjum af öllum plöntutegundum sem fólk nýtir Plöntuhvelfingin er byggð til að þola ýmsar náttúruhamfarir og jafnvel kjarnorkusprengingu Burkni Elfting Jafni Mosi Gróplöntur fjölga sér með gróum sem eru lítil korn Byrkningar og mosar eru algengustu gróplönturnar Byrkningar eru fornar plöntur sem fjölga sér með gróum sem vaxa og dafna ef þau lenda á hentugum stað Þeir skiptast í burkna, elftingar og jafna Mosi og skyldmenni þeirra voru fyrstu landnemaplönturnar fyrir u þ b 475 milljónum ára Mosi er sérlega viðkvæm planta Hann hefur ekki rætur heldur svokallaða rætlinga sem festa hann niður Það veldur því að auðvelt er að losa hann frá jarðveginum Mosi er oft kallaður landnemi á nýju hrauni því hann getur lifað af við erfiðar aðstæður Hann býr síðan hægt og rólega til betri aðstæður sem gera það að verkum að aðrar plöntur geta sest að á hrauninu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=