Náttúrulega 2

48 Náttúrulega 2 │ 2. kafli VARNARKERFI LÍKAMANS – ÓNÆMISKERFIÐ Sýklar eru litlar örverur s s bakteríur, veirur og sveppir sem geta valdið sjúkdómum Í líkamanum eru líka góðar bakteríur, þær köllum við ekki sýkla Varnarkerfi hans hafa það hlutverk að vernda hann fyrir sýklum Fyrsta varnarkerfi líkamans er húðin, hárin í nefinu, hor, tár og eyrnamergur Þessi varnarkerfi koma í veg fyrir að sýklar komist inn í líkamann og valdi þar skaða Annað varnarkerfi líkamans tekur við ef sýklarnir komast í gegnum fyrsta varnarkerfið Þá bregst líkaminn við sýkingunni með því að framleiða hvít blóðkorn til að berjast við hana Bólguviðbragð og hiti eru einnig leið til að hjálpa líkamanum að berjast við sýkinguna Hiti hægir á vexti baktería og eykur efnaskipti heilbrigðra frumna Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir sýkingar og hraðar lagfæringu á vef Þegar þetta ferli fer í gang erum við gjarnan slöpp, með beinverki og/eða bólgur Það er allt eðlilegur hluti af því ferli sem fer fram þegar líkaminn er að lækna sig Þriðja varnarkerfi líkamans eru sértækar innri varnir Þetta eru frumur sem eru nokkurs konar lögreglur ónæmiskerfisins Þær bera kennsl á þá sýkla sem hafa sýkt líkamann áður og drepa þá um leið Frumurnar mynda líka mótefni til að þekkja þá sýkla og myndar líkaminn þá ónæmi fyrir sýklinum Það þýðir að einstaklingur sýkist ekki af sýkli sem hann er með mótefni fyrir Þegar fólk er bólusett myndar það einnig mótefni Mótefnið hjálpar þessum sértæku frumum að þekkja fleiri sýkla og minni líkur verða á að fólk veikist alvarlega Ef þetta kerfi virkar ekki er talað um galla í ónæmiskerfinu Ofnæmi kallast það þegar líkaminn sýnir ónæmisviðbragð þrátt fyrir að enginn sjúkdómsvaldur sé til staðar Líkaminn bregst þá við einhverju óskaðlegu, t d frjókornum, eins og um skaðvald sé að ræða Eyðni (AIDS) orsakast af HIV veirunni, hún smitast eingöngu með líkamsvessum Veiran sýkir eða drepur varnarfrumur líkamans Þegar mikið af eitilfrumunum eru úr leik getur fólk orðið mjög veikt og að lokum dáið Í dag er þó til lyf sem hindra HIV veiruna í að fjölga sér þannig að ef fólk greinist snemma og fær lyfið getur það lifað nokkuð eðlilegu lífi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=