Náttúrulega 2

47 Náttúrulega 2 │ 2. kafli áfengisneyslu Langvarandi misnotkun getur skaðað taugafrumur sem leiðir til vitsmunaskerðingar Einnig getur fólk skemmt í sér lifrina með mikilli ofneyslu Hér skiptir máli að neysla sé þannig að hreinsikerfi líkamans og önnur líffæri ráði við það og að drukkið sé þannig að einstaklingur sýni ábyrga hegðun gagnvart sér og öðrum Af hverju 20 ára? Margir unglingar velta fyrir sér þeirri staðreynd að ekki er löglegt að drekka áfengi fyrr en eftir tvítugt á sama tíma og sjálfræðisaldur er 18 ár á Íslandi Ástæðan er sú að heili ungmenna er enn á mikilvægu þroskaskeiði Í raun er heilinn ekki fullþroskaður fyrr en fólk verður um 25 ára Þar sem heili ungmenna er á mikilvægu þroskaskeiði er hann viðkvæmari fyrir hvers konar truflunum, s s ölvunardrykkju Ef fólk velur að drekka áfengi er gott að bíða með það eins lengi og hægt er þar sem einstaklingar eru áhættusæknari á meðan heilinn hefur ekki náð fullum þroska heldur en seinna á lífsleiðinni Því seinna sem fólk prófar áfengi því minni eru líkurnar á að það þrói með sér áfengissýki eða prófi önnur hættuleg efni sem geta valdið seinkun á þroska eða haft aðrar neikvæðar afleiðingar Ýmsar tegundir ólöglegra vímuefna eru til Eiginleikar þeirra eru ólíkir og hafa mismunandi áhrif á líkamann bæði varðandi eiginleika vímunnar og skaðsemi Sum efni eru hættulegri en önnur og alltaf má gera ráð fyrir þeim möguleika að fleiri skaðlegum efnum hafi verið blandað saman við efnin Efnin geta verið mjög ávanabindandi og því reynst mörgum erfitt að hætta þegar í óefni er komið Einstaklingar hafa leitað í vímuefni til að upplifa jákvæða tilfinningu eins og sjálfsöryggi og vellíðan Þær tilfinningar dvína þó þegar fólk notar vímugjafann og það getur misst eiginleikann til að upplifa góðar tilfinningar við aðstæður án vímuefna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=