Náttúrulega 2

40671 Halló! Núna ert þú á leið í náttúrufræði þar sem þú lærir sannleikann um náttúruna. Þar er hægt að komast nær því að skilja hvernig heimurinn virkar en allt í kringum þig er náttúrufræði! Meira að segja það að heyra er náttúrufræði og þú færð aðeins að kynnast því í bókinni. Í þessari bók munt þú læra ýmislegt um sveppi og aðrar lífverur. Þú lærir um líkama þinn, hvernig tauga- og meltingarkerfið virkar og fleira. Þú munt einnig læra ýmislegt um krafta í náttúrunni, af hverju sumir hlutir fljóta og hvað finna má í geimnum. Þú munt líka læra um höf og vötn á og við Ísland og hvað frumefni eru. Góða skemmtun! Náttúrulega 2 er önnur kennslubókin af þremur í bókaflokknum. Hann er ætlaður í kennslu í náttúrugreinum fyrir miðstig. Með bókinni fylgir vinnubók, kennsluleið- beiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira. Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur er Krumla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=