Náttúrulega 2

83 Náttúrulega 2 │ 4. kafli Jörðin er sú reikistjarna sem við þekkjum best Sérkennilegt er til þess að hugsa að Jörðin er alltaf á fleygiferð Hún snýst stöðugt um sjálfa sig og því snýr ekki alltaf sama hliðin að sólinni Það tekur Jörðina um 24 klst að snúast einn hring um sjálfa sig Fræðimenn kalla þennan tíma stundum snúningstíma um möndul en í daglegu tali segjum við sólarhringur eða bara dagur Með þessum snúning verður til munurinn á degi og nóttu Á sama tíma og Jörðin snýst um sjálfa sig snýst hún líka hring í kringum sólina Það tekur Jörðina um 365,25 daga að fara hring í kringum sólina Fræðimenn kalla þennan tíma umferðartíma um sólu en í daglegu tali segjum við ár Þess vegna er hlaupár á 4 ára fresti. Af hverju heitir sólarhringur ekki frekar jarðarhringur og ár sólarhringur? vetur sumar dagur nótt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=